Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.2007, Qupperneq 82

Læknablaðið - 15.04.2007, Qupperneq 82
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LANDSPÍTALI Stendur undir nafni sem kennslu- og rannsóknarspítali Ólafur Baldursson, sérfræðingur í lungnalækningum, er sviðsstjóri kennslu- og fræðasviðs lækninga við Landspítala. I samtali Læknablaðsins við Ólaf kemur fram að hlutverk spítalans sem kennslustofnunar er gríðarlega um- fangsmikið og á hverju ári ganga um eitt þúsund nemendur í heilbrigðisvísind- um um spítalann á ýmsum stigum háskólanáms. Þá er einnig haldið utan um rannsókna- og vísindastarf spítalans í læknisfræði og í ljós kemur að árlega eru birtar vel á annað hundrað ritrýndar greinar um niðurstöður rannsókna og vísindaverkefna sem sérfræðingar spítalans hafa átt meiri eða minni hlut að. Samstarf kennslu- og fræðasviðs Landspítala við læknadeild HI er að vonum náið og lykilatriði að sögn Ólafs það gangi snurðulaust fyrir sig. Viðtal við Ólaf Baldursson sviðsstjóri kennslu- og fræðasviðs lækninga við Landspítala Hávar Sigurjónsson Hvernig skilur Kennslu- og frœðasvið Landspítala sigfrá lœknadeild HÍ? „Því er fyrst til að svara að skrifstofan sem sinnir þessum málum hér á spítalanum heitir Skrifstofa kennslu, vísinda og þróunar (SKVÞ) sem er reyndar ansi langt nafn og okkar langar oft til að breyta því en það er önnur saga. Þetta er sá hluti spítalans sem tengir hann við læknadeild- ina og raunar heilbrigðisvísindadeildirnar allar því starfsemi skrifstofunnar snýr að mörgum heilbrigðisgreinum; læknisfræði, hjúkrunarfræði, sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun, lyfjafræði, sálfræði, geislafræði og lífeindafræði. Þá er líka í gangi samningur við Armúlaskólann um menntun læknaritara. Á skrifstofunni eru þrír sviðsstjórar, ég er yfir kennslu- og fræðasviði lækninga, Hrund Scheving Thorsteinsson yfir fræðasviði hjúkrunar og Sólveig Þorsteinsdóttir er sviðsstjóri bókasafns- og upplýsingasviðs. Kristján Erlendsson er fram- kvæmdastjóri skrifstofunnar og situr í fram- kvæmdastjórn spítalans.” Hvað starfa margir við skrifstofuna? „í allt eru 24 stöðugildi á SKVÞ að meðtöldu bókasafninu en margir eru í hlutastöðum. Ég er í 80% starfi sem sviðsstjóri og 20% sem sérfræð- ingur í lungnalækningum. Umfang kennslu- og vísindastarfsemi á Landspítala er býsna mikið. Þetta kom skýrt fram í ítarlegri könnun á vegum SKVÞ sem náði til áranna 2004-2005 og leitaðist við að svara spurningunni „hvað kostar að vera háskólasjúkrahús”. Þarna er um nálgun að ræða en niðurstaðan benti til þess að kostnaðurinn væri um 11% af heildarrekstrarkostnaði stofnunarinn- ar, eða 3,3 milljarðar.Til samanburðar má nefna að erlendis er það viðurkennt viðmið að kostnaðar- áætlanir kennslu- og háskólasjúkrahúsa séu að jafnaði 20-30% hærri en almennra sjúkrahúsa.” Hver er fjöldi nemenda sem þið haftð umsjón með? 346 Læknablaðið 2007/93 „Það kemur kannski einhverjum á óvart en á hverju ári er fjöldi nemenda sem læra og starfa á spítalanum um eitt þúsund.” / hverju felst umsjón ykkar með öllum þessum fjölda? „Númer eitt eru gæða- og öryggismál. Undir það fellur útgáfa auðkenniskorta fyrir nemana, þeim er gerð grein fyrir mikilvægi þagnarskyldu og þurfa að skrifa undir yfirlýsingu þess efnis og síðast en ekki síst felst öryggisþátturinn í sýkingavörnum þar sem gengið er úr skugga um að nemar séu ekki smitberar og fái viðeigandi bólusetningar áður en þeir hefja nám og störf hér á spítalanum. Við fylgjumst með því hvernig þeim vindur fram í námi sínu, skipuleggjum náms- og starfstíma þeirra á hinum ýmsu deildum og reynum að meta hvert er innihald og gæði þess náms sem þeir hljóta hér á spítalanum. Sérstaklega erum við að skoða þetta í læknisfræði og hjúkrunarfræði og reynum að samræma það við sambærilegt nám erlendis.” Hvernig er hlutverki ykkar háttað gagnvart námi nemendanna? „Okkar aðalhlutverk er að sjá um að tengslin við heilbrigðisvísindadeildirnar séu í lagi þannig að nemarnir komi á eðlilegan og öruggan hátt inn á spítalann og útaf honum aftur. Við erum í meira mæli en áður farin að horfa á innihald námsins í hverju tilfelli fyrir sig og erum með eftirlit með því hvernig gengur. Þetta gerum við með könn- unum og hjúkrunarfræðisviðið er lengra komið í þessu efni en við á læknisfræðisviðinu. Eygló Ingadóttir hefur stýrt þessum könnunum fyrir hjúkrunarfræðina og notar til þess forrit sem heitir Outcomes, einfalt en áhrifaríkt mælitæki. Þessar kannanir hefur Eygló notað gagngert til að meta gæði kennslunnar en gæði eru það sem við erum í vaxandi mæli farin að skipta okkur af einsog sam- bærilegar skrifstofur við erlend kennslusjúkrahús gera. Kannanirnar hafa ekki aðeins orðið til þess að meta gæði kennslunnar heldur beinlínis leitt til umbóta sem er auðvitað sá árangur sem við vilj- um sjá. Hvað varðar læknanemana þá höfum við aukið tengsl okkar við skrifstofu læknadeildar en þar koma líka við sögu erlendir nemar. Við höfum nýlega gert verklagsreglur um með hvaða hætti erlendir læknanemar koma hér inn á spítalann. Þetta hefur hingað til verið með heldur tilviljana- kenndum hætti, stundum fyrir persónuleg tengsl, stundum með bréfasamskiptum við einstaka pró- fessora og svo einnig í gegnum læknadeild. Þetta
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.