Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2007, Síða 85

Læknablaðið - 15.04.2007, Síða 85
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LANDSPlTALI samstarfsfólk séu í Iagi og fylgjumst vel með því enda snýst stór hluti þeirra starfa sem unnin eru hér á spítalanum um samskipti. Lengi var sá mis- skilningur uppi að ekki væri hægt að kenna sam- skipti. Annaðhvort hefði fólk þetta í sér eða ekki. Rannsóknir hafa hins vegar sýnt að vel er hægt að kenna fólki þetta, segja því til og bæta með því samskiptahæfileikana ... “ Þegar kandídatsárinu lýkur tekur svo enn annar kafli við. „Já, eftir kandídatsár taka deildarlæknisstörf við og þar eru við að þróa framhaldsnám í ýmsum sérgreinum. Stjórn spítalans hefur sett fram þá stefnu að vilja auka framhaldsnám í öllum grein- um heilbrigðisvísinda og hugmyndin er sú að þetta spretti úr grasrótinni en minna ofan frá með þeim hætti að þær greinar sem hafa bolmagn til að bjóða upp á sérfræðinám stofni með sér fram- haldsmenntunarnefndir, forstöðumenn fræðasviða verða lykilmenn í þessu og síðan kemur skrifstof- an hér inn í myndina sem stuðnings- og eftirlits- aðili. Við erum að núna að ganga frá niðurstöðum könnunar á framhaldsnámi hér á spítalanum og þar kemur meðal annars í ljós að hér eru nú um 90 manns í klínísku framhaldsnámi í læknisfræði. Greinarnar eru augnlækningar, bráðalækningar, geðlækningar, heimilislækningar, öldrunarlækn- ingar, skurðlækningar og lyflækningar. Stefna spítalans í þessum málum er klárlega sú að hægt sé að taka fyrrihluta sérfræðináms hér og Ijúka síðan náminu við viðurkennt háskólasjúkrahús erlendis. í könnuninni kemur skýrt fram að stjórnendur sér- námsins telja nauðsynlegt að sérnámið fari fram að hluta erlendis. Prjár greinar, geðlæknisfræði, öldrunarlækningar og heimilislækningar, geta full- menntað sérfræðinga hér heima en telja það engu að síður ákjósanlegt að seinni hluti námsins fari fram erlendis. Pað má einnig geta þess að boðið er upp á klínískt framhaldsnám í hjúkrunarfræði og sálfræði en það er talsvert minna í sniðum enn sem komið er. Pá er einnig rétt að geta þess að 24 eru í doktorsnámi og 15 í meistaranámi í ýmsum greinum á vegum rannsóknarnámsnefndar læknadeildar og verkefni þeirra er í samvinnu við Landspítala." Ég sé að konur eru í meirihluta í hópi doktors- nema. „Núna eru fleiri konur í læknanámi í öllum ár- göngum. Og útskrifaðir læknar undanfarin ár hafa verið nær jafnmargar konur og karlar. Það er stutt í að fleiri konur en karlar útskrifist sem læknar og um þetta er ekkert nema allt gott að segja þó allra best væri ef þetta héldist í jafnvægi, því það er heldur ekkert sérlega eftirsóknarvert að körlum í læknastétt fækki verulega.” Hafið þið orðið vör við að með fjölgun kvenna í lœknastétt haft áherslur breyst hvað varðar val á sérgreinum? „Við höfum ekki kannað þetta hér á íslandi en í Bandaríkjunum hefur þetta verið rannsakað og þar kemur í ljós að þvert á fyrirfram gefnar hugmyndir - þar sem álitið var að með fjölgun kvenna myndu áherslur breytast og þær fremur velja greinar læknisfræði þar sem vinnuskylda færi mest fram á dagvinnutíma og ekki þyrfti að standa langar vaktir- urðu niðurstöðurnar á hinn veginn. Þessi rannsóknarkenning stóðst ekki og hreyfingin varð ekki sú sem búist var við. En við eigum eftir að sjá hvernig þetta þróast hér hjá okkur og munum auðvitað fylgjast með því.” Og þá erum við komnir að símenntun hinna starfandi sérfræðinga. „Já, og þar viljum við gera mun betur en nú er. I dag er bundið í kjarasamninga að sérfræðingar spítalans fá greidda eina ferð á ári til að sækja ráðstefnu erlendis í grein sinni en burtséð frá þessu þá er nauðsynlegt að koma símenntunar- málum í betra horf en nú er. Við horfum nokkuð til Bretlands og hvernig símenntun lækna hefur verið skipulögð þar, en okkur sýnist það vera í mjög góðum farvegi og vildum gjarnan eiga sam- vinnu við Læknafélag íslands um þetta. Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir læknir, sem starfar á SKVÞ við skipulag vísindamála, er einmitt að fara ítarlega yfir símenntunarmálin þessa dagana.” Og spítalinn stendur undir nafni sem rann- sóknastofnun? „Ef horft er til þess að á síðasta ári þá birtust 160 ritrýndar vísindagreinar í erlendum fagtímaritum sem merktar voru Landspítala þá er ekki annað hægt að segja en að vísindastarf sé nokkuð öflugt. I mörgum tilvikum er um að ræða samvinnuverkefni milli einstaklinga innan spítalans og utan en staðreyndin er sú að Landspítali kemur að þessum mikla fjölda rannsókna að meira eða minna leyti á hverju ári. Vísindaráð Landspítala, sem er í góðum tengslum við SKVÞ, heldur utan um Vísindasjóð spítalans en úr honum er úthlutað styrkjum til rannsóknarverkefna einu sinni á ári. Við ætlum okkur að gera enn betur í vísindarannsóknum og höfum háleit markmið í þeim efnum. Þetta kemur skýrt fram í nýrri vísindastefnu Landspítala en SKVÞ er einmitt ætlað mikilvægt hlutverk við framkvæmd hennar” Læknablaðið 2007/93
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.