Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.2007, Page 87

Læknablaðið - 15.04.2007, Page 87
UMRÆÐA & FRÉTTIR / MINNINGAR SKURÐLÆKNIS Þótti hafa þrönga sérmenntun - viðtal við Höskuld Baldursson skurðlækni Höskuldur Baldursson bæklunarskurðlæknir man tímana tvenna í íslenskri lækningasögu. Náms- og starfsferill hans spannar ríflega hálfa öld en hann hóf nám í læknadeild við Háskóla íslands haustið 1954. Hann fór í sérnám til Bandaríkjanna og kom heim sérfræðingur í bæklunarskurðlækningum síðla árs 1967. Hann starfaði lengst af á bæklunardeild Landspítalans auk þess sem hann rak eigin stofu mestallan starfsferil sinn. „Þegar ég hóf nám í læknisfræði var náminu skipt í þrjá hluta og tekin próf í lok hvers hluta. Fyrsti hlutinn var áætlaður þrjú ár en vildi stundum verða lengri, algengt var að hann yrði þrjú og hálft ár. Breytingin úr menntaskóla yfir í akademískt umhverfi þar sem ekki var mætingaskylda og engin próf fyrr en eftir þrjú ár, nema próf í efnafræði eftir fyrsta árið reyndist mörgum erfið. Sumum reynd- ist erfitt að halda sig að bókinni. í fyrsta hlutanum var fyrst og fremst kennd líffærafræði, lífefnafræði og lífeðlisfræði, hvernig heilbrigður líkami starfar, í öðrum hlutanum var kennd m.a. sjúkdómafræði og lyfjafræði og loks í þriðja hlutanum höfuðgrein- ar klínísku læknisfræðinnar, handlæknisfræði, lyflæknisfræði, kvensjúkdómar og fæðingarhjálp. Læknanemar byrjuðu ekki verklegt nám á spít- ölunum fyrr en í miðhlutanum. Ég kom fyrst í kúrsus eins og það var kallað, í handlæknisfræði, á Landakotsspítala, haustið 1957. Þá var þar Halldór Hansen eldri yfirlæknir í handlækningum. Bjarni Jónsson var kominn til starfa en árið 1956-57 var hann í Kaupmannahöfn að læra aðgerðir á höf- uðslysum hjá dr. Busch sem þá var yfirlæknir á taugaskurðdeild Ríkisspítalans í Kaupmannahöfn. Ferð Bjarna kom þannig til að áður höfðu engir taugaskurðlæknar verið hérlendis fyrr en Bjarni Oddsson kom til landsins í stríðslok. Hann leit reyndar fyrst og fremst á sig sem handlækni og kvensjúkdómalækni en hafði einnig starfað á taugaskurðdeild Ríkisspítalans í Kaupmannahöfn. Hann dó í bílslysi á Miklubrautinni í Reykjavík haustið 1953 og þá stóðu menn frammi fyrir því að það var enginn læknir í landinu sem gat sinnt bráðum áverkum á höfði. Bjarni Jónsson kom frá Kaupmannahöfn haustið 1957 og það hittist þann- ig á að ég horfði á þegar hann gerði fyrstu aðgerð- ina á höfði eftir heimkomuna.” Átti að rukka fjölskyldur sjúklinganna Höskuldur rifjar upp að þennan vetur var hann fenginn til að sitja yfir sjúklingum á Landakotsspítala sem höfðu farið í höfuðaðgerðir. „Það þurfti að vaka yfir þeim og fylgjast vel með meðvitund, mæla púls og blóðþrýsting og voru læknanemar fengnir til að sitja yfir sjúklingunum. Vökutíminn var langur, frá átta að kvöldi til átta að morgni. Ástæða þessa langa vakttíma var sá að hjúkrunarstörf á spítalanum voru unnin af St. Jósepssystrum sem unnu mjög langan vinnudag frá því snemma morguns til klukkan átta að kveldi. Á kvöldin og nóttunni voru starfsstúlkur á deild- um, en aðeins ein lærð hjúkrunarkona sem gekk á milli deilda og sinnti því sem fyrir bar hverju sinni. Maður sat inni á sjúkrastofunni, því þetta var fyrir tíma gjörgæsludeilda, og oftast voru þetta fjölbýlis- stofur. Maður mátti ekki hafa ljós nema lampa við höfðalag sjúklings. Einu sinni var maður leystur af, um klukkan tíu var manni boðið að koma fram í kaffi en annars sat maður þarna í 12 tíma og hlustaði á sjúklinginn sofa og anda. Þetta var erf- itt og syfjandi og svo fór maður beint í skólann og dottaði í öllum tímum. Svo þurfti maður að mæta aftur klukkan átta um kvöldið. Ég sá fljótt að þetta gengi ekki til lengdar. Annað reyndist erfiðara því þegar kom að því að greiða okkur fyrir þetta þá „ Ekki fyrr en ég kom til Bandaríkjanna sem ég áttaði mig á því að þetta voru gerólík fög innan skurðlœkninganna, ” segir Höskuldur Baldursson. Hávar Sigurjónsson Læknablaðið 2007/93 351
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.