Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.2007, Side 91

Læknablaðið - 15.04.2007, Side 91
UMRÆÐA & FRÉTTIR / MINNINGAR SKURÐLÆKNIS unarlækningum upp í fjölda greina, menn sérhæfa sig í til dæmis hryggjaraðgerðum, liðskiptaaðgerð- um, íþróttaáverkum, handaskurðlækningum eða barnabæklunarlækningum sem varð mitt sérsvið síðustu áratugina af mínum starfsferli. Það sem einu sinni þótti mjög þröngt sérnám, „bækl- unarlæknir” þykir í dag fremur almenn lýsing á mörgum undirsérgreinum.” Bylting í myndgreiningu Höskuldur er þó ekki í neinum vafa um að hin mikla sérhæfing sem orðin er innan læknisfræð- innar sé af hinu góða. „Aðgerðir eru orðnar mjög flóknar og kalla á mjög sérhæfða þekkingu og kunnáttu. Þá hefur orðið bylting í allri myndgrein- ingu en þegar ég var að hefja minn feril þá voru fyrst og fremst teknar röntgenmyndir af beinum og þegar þurfti að skoða mjúkvef þá voru gefin skuggaefni. Ómskoðanir, tölvusneiðmyndatækni og segulómtækni hafa gerbreytt allri aðstöðu og það má rifja upp til gamans að þegar fyrsta tölvusneiðmyndatækið kom á Landspítalann þá var talað um að það væri nóg að hafa eitt tæki á landinu. Þetta væri svo sérhæfð rannsókn að álitið var að eitt tæki nægði allt að hálfri milljón manna. Örfáum árum síðar eru sneiðmyndatæki komin í svo almenna notkun að þau eru nánast alls staðar. Hið sama átti sér stað með segulómtæk- in. Myndgreiningartæknin hefur einnig orðið til þess að greining á sjúkdómum er miklu betri og nákvæmari áður en farið er út í aðgerðina sjálfa. Tæknin við skurðaðgerðirnar er orðin svo gríðarlega mikil og menn sérhæfa sig á hinum ýmsu sviðum. Á hinn bóginn saknar maður þess dálítið þegar menn gátu fengist við flesta hluti. Sérhæfingunni fylgja viss vandkvæði á minni spít- ölum þar sem ákvörðun um hvenær á að gera að- gerðina eða senda sjúklinginn frá sér verður sífellt áleitnari af þessum sökum. Hvað varðar sjúkra- hús úti á landi þá tengist þetta byggðapólitík og atvinnustefnu bæjarfélaganna sem í hlut eiga þar sem sjúkrahúsið er mikilvægur vinnustaður og ef megnið af sjúklingunum er sent í burtu til aðgerða þá má spyrja til hvers er verið að reka sjúkrahús með skurðdeild.” Þegar spurt er um helstu breytingar á aðgerð- unum sjálfum þá nefnir Höskuldur speglunartæki sem nú eru notuð við fjölmargar aðgerðir. „Speglunartækin hafa gerbreytt skurðlækningum almennt og opnum aðgerðum hefur fækkað mikið. Aðgerðir á liðum og margar kviðarholsaðgerðir eru nú gerðar með speglunartækjum og inngrip- ið er fyrir vikið talsvert minna. Sjúklingar eru líka fljótari að ná sér eftir slíkar aðgerðir sem er tvímælalaust af hinu góða.” Það hefur lengi stafað nokkrum ljóma af starfi skurðlæknisins og fyrir þeim hefur gjarnan verið borðin nánast ótta- blandin virðing. Höskuldur kann- ast við þetta en telur þó mikilvægi annarra greina síst minna. „Þessi ljómi er kannski fyrst og fremst í huga almennings sem sér fyrir sér slys, blóð og opin mannslíkama en innan stéttarinnar er fullur skilningur á því að það er ekki síður góð læknisfræði að greina flókna sjúkdóma og vinna bug á þeim með réttum lyfjum eða annarri meðferð. Það er kannski ekki eins mikil dramatík í kringum slíkt en skiptir síst minna máli. Þetta er þó algengt viðhorf gagnvart lækn- ingum að inngrip og aðgerðir séu meira virði en samtal læknis við sjúkling og rétt sjúkdómsgrein- ing í kjölfar þess.” Aðgerð á skurðstofu Landakotsspítala á 6. áralugnum. Lengst t.v. er systir Gabriella sem stjórn- aði skurðstofunni áratug- um saman. Mikilvægast að taka rétta ákvörðun Þegar Höskuldur er beðinn að segja hvað honum hafi þótt erfiðast í starfi sínu sem skurðlæknir þá staldrar hann við og segir svo: „Við þessu er ekki til einhlítt svar. Aðgerðirnar sjálfar eru ekki erf- iðastar og maður venst því að fást við slys. Það sem er erfiðast er að ákveða hvað á að gera og hvernig á að standa að hlutunum. Þá er ég fyrst og fremst að vísa til þess sem ég fékkst mest við, barnabæklunarlækningar, þar sem maður er að fást við missmíð eða lýti vegna slysa eða sjúkdóma, lömun í vöðvum vegna sköddunar eða sjúkdóma í taugakerfi sem veldur svo aftur skekkju í ganglim- um, svo eitthvað sé nefnt. Það eru engir tveir sjúklingar eins og engin uppskrift að því sem gera þarf, maður verður að ákveða hvað sé skynsam- legast að gera í hverju tilfelli fyrir sig. Oft þarf að hugleiða málið vel og þar sem reynslu skortir þarf að lesa sér til í bókum og tímaritum áður en hægt er að taka ákvörðun um aðgerð eða meðhöndlun. Ég leitaði líka stundum til sérfræðinga erlendis þar sem vitað var að mikil reynsla var fyrir hendi á viðkomandi sviði. Ætíð var brugðist vel við, jafn- vel þótt leitað væri til manna sem maður þekkti ekki persónulega. Ákvörðunin verður að vera eins rétt og mögulegt er því hún verður kannski ekki aftur tekin eftir að búið er að framkvæma aðgerð- ina. Þetta er það sem skiptir mestu máli í mínum huga.” Læknablaðið 2007/93 355
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.