Læknablaðið - 15.04.2007, Page 91
UMRÆÐA & FRÉTTIR / MINNINGAR SKURÐLÆKNIS
unarlækningum upp í fjölda greina, menn sérhæfa
sig í til dæmis hryggjaraðgerðum, liðskiptaaðgerð-
um, íþróttaáverkum, handaskurðlækningum eða
barnabæklunarlækningum sem varð mitt sérsvið
síðustu áratugina af mínum starfsferli. Það sem
einu sinni þótti mjög þröngt sérnám, „bækl-
unarlæknir” þykir í dag fremur almenn lýsing á
mörgum undirsérgreinum.”
Bylting í myndgreiningu
Höskuldur er þó ekki í neinum vafa um að hin
mikla sérhæfing sem orðin er innan læknisfræð-
innar sé af hinu góða. „Aðgerðir eru orðnar mjög
flóknar og kalla á mjög sérhæfða þekkingu og
kunnáttu. Þá hefur orðið bylting í allri myndgrein-
ingu en þegar ég var að hefja minn feril þá voru
fyrst og fremst teknar röntgenmyndir af beinum
og þegar þurfti að skoða mjúkvef þá voru gefin
skuggaefni. Ómskoðanir, tölvusneiðmyndatækni
og segulómtækni hafa gerbreytt allri aðstöðu
og það má rifja upp til gamans að þegar fyrsta
tölvusneiðmyndatækið kom á Landspítalann þá
var talað um að það væri nóg að hafa eitt tæki
á landinu. Þetta væri svo sérhæfð rannsókn að
álitið var að eitt tæki nægði allt að hálfri milljón
manna. Örfáum árum síðar eru sneiðmyndatæki
komin í svo almenna notkun að þau eru nánast alls
staðar. Hið sama átti sér stað með segulómtæk-
in. Myndgreiningartæknin hefur einnig orðið til
þess að greining á sjúkdómum er miklu betri og
nákvæmari áður en farið er út í aðgerðina sjálfa.
Tæknin við skurðaðgerðirnar er orðin svo
gríðarlega mikil og menn sérhæfa sig á hinum
ýmsu sviðum. Á hinn bóginn saknar maður þess
dálítið þegar menn gátu fengist við flesta hluti.
Sérhæfingunni fylgja viss vandkvæði á minni spít-
ölum þar sem ákvörðun um hvenær á að gera að-
gerðina eða senda sjúklinginn frá sér verður sífellt
áleitnari af þessum sökum. Hvað varðar sjúkra-
hús úti á landi þá tengist þetta byggðapólitík og
atvinnustefnu bæjarfélaganna sem í hlut eiga þar
sem sjúkrahúsið er mikilvægur vinnustaður og ef
megnið af sjúklingunum er sent í burtu til aðgerða
þá má spyrja til hvers er verið að reka sjúkrahús
með skurðdeild.”
Þegar spurt er um helstu breytingar á aðgerð-
unum sjálfum þá nefnir Höskuldur speglunartæki
sem nú eru notuð við fjölmargar aðgerðir.
„Speglunartækin hafa gerbreytt skurðlækningum
almennt og opnum aðgerðum hefur fækkað mikið.
Aðgerðir á liðum og margar kviðarholsaðgerðir
eru nú gerðar með speglunartækjum og inngrip-
ið er fyrir vikið talsvert minna. Sjúklingar eru
líka fljótari að ná sér eftir slíkar aðgerðir sem er
tvímælalaust af hinu góða.”
Það hefur lengi
stafað nokkrum
ljóma af starfi
skurðlæknisins og
fyrir þeim hefur
gjarnan verið
borðin nánast ótta-
blandin virðing.
Höskuldur kann-
ast við þetta en
telur þó mikilvægi
annarra greina síst
minna. „Þessi ljómi
er kannski fyrst og fremst í huga almennings sem
sér fyrir sér slys, blóð og opin mannslíkama en
innan stéttarinnar er fullur skilningur á því að það
er ekki síður góð læknisfræði að greina flókna
sjúkdóma og vinna bug á þeim með réttum lyfjum
eða annarri meðferð. Það er kannski ekki eins
mikil dramatík í kringum slíkt en skiptir síst minna
máli. Þetta er þó algengt viðhorf gagnvart lækn-
ingum að inngrip og aðgerðir séu meira virði en
samtal læknis við sjúkling og rétt sjúkdómsgrein-
ing í kjölfar þess.”
Aðgerð á skurðstofu
Landakotsspítala á 6.
áralugnum. Lengst t.v. er
systir Gabriella sem stjórn-
aði skurðstofunni áratug-
um saman.
Mikilvægast að taka rétta ákvörðun
Þegar Höskuldur er beðinn að segja hvað honum
hafi þótt erfiðast í starfi sínu sem skurðlæknir þá
staldrar hann við og segir svo: „Við þessu er ekki
til einhlítt svar. Aðgerðirnar sjálfar eru ekki erf-
iðastar og maður venst því að fást við slys. Það
sem er erfiðast er að ákveða hvað á að gera og
hvernig á að standa að hlutunum. Þá er ég fyrst
og fremst að vísa til þess sem ég fékkst mest við,
barnabæklunarlækningar, þar sem maður er að
fást við missmíð eða lýti vegna slysa eða sjúkdóma,
lömun í vöðvum vegna sköddunar eða sjúkdóma í
taugakerfi sem veldur svo aftur skekkju í ganglim-
um, svo eitthvað sé nefnt. Það eru engir tveir
sjúklingar eins og engin uppskrift að því sem gera
þarf, maður verður að ákveða hvað sé skynsam-
legast að gera í hverju tilfelli fyrir sig. Oft þarf að
hugleiða málið vel og þar sem reynslu skortir þarf
að lesa sér til í bókum og tímaritum áður en hægt
er að taka ákvörðun um aðgerð eða meðhöndlun.
Ég leitaði líka stundum til sérfræðinga erlendis
þar sem vitað var að mikil reynsla var fyrir hendi
á viðkomandi sviði. Ætíð var brugðist vel við, jafn-
vel þótt leitað væri til manna sem maður þekkti
ekki persónulega. Ákvörðunin verður að vera eins
rétt og mögulegt er því hún verður kannski ekki
aftur tekin eftir að búið er að framkvæma aðgerð-
ina. Þetta er það sem skiptir mestu máli í mínum
huga.”
Læknablaðið 2007/93 355