Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Page 7
INNGANGUR RITSTJORA
gagnrýni pragmatista og að vísindahugtak Freuds standi hugmynd
Deweys um vísindi nærri. Rétt eins og fyrir Dewey vakti fyrir Freud að
losa vitsmunalíf mannsins undan gervivandamálum. Freud taldi að sókn
í öryggi trúarinnar, rétt eins og sókn eftir frumspekilegri fullvissu mark-
aði djúpt óöryggi gagnvart tilverunni í heild sinrú sem samtíminn þyrfti
að sigrast á. A sama hátt snerist gagnrýni Deweys á heimspekihefðina um
það að sýna fram á að heimspekin neitaði sér um þá sýn á manninn sem
mestu skipti. Mannskilningur heimspekinnar væri þess vegna snauður á
meðan ekki væri hægt að koma hugtökum á borð við dulvitund heirh og
saman við heimspelálega rannsókn. Auðvelt er að sjá hliðstæður við De-
wey í verkum Freuds sem gera pragmatískan lestur á verkum hans mögu-
legan, einkum þeim sem fjalla með beinum eða óbeinum hætti um sam-
félagið.
Sæunn Kjartansdóttir gefur í grein sinni, „Blekkingar Sólveigar: Frá-
sögn af sálgreiningarmeðferð“, mjög ffóðlega innsýn í starf sálgreinisins
og þau vandamál sem upp koma í sambandi sálgreinis og sjúklings hans.
Sæunn lýsir reynslu sirmi af 18 mánaða samtalsmeðferð sem hún stýrði í
Bretlandi. Sjúkhngurinn var ung kona og segir Sæunn frá því hvernig
samband þeirra þróaðist og gekk í gegnum mörg hinna hefðbundnu
skeiða slíkrar samtalsmeðferðar. Grein Sæurmar sýnir vel að meðferð sál-
greiningarinnar gerir ekki aðeins kröfu um mikla þekkingu og færni af
hálfu sálgreinisins heldur getur slík meðferð einnig og ekki síður verið
krefjandi og erfið fyrir hann persónulega.
I greininni „Dóra í meðferð Freuds: Um kvenleikann sem dulvitund
sálgreiningarinnar“ fjallar Dagný Kristjánsdóttir á írónískan hátt um erf-
iðleikana sem mættu Freud í meðferð hans á Idu Bauer (Dóru), sautján
ára austurrískri yngismeyju, á haustmánuðum árið 1900, en hún reyndist
Freud og hinni nýju sálgreiningu hans hermdargjöf. Að mati Dagnýjar er
sagan af Dóru „sorgarsaga af misheppnaðri sálgreiningu“ sem varpar
ljósi á hugtök á borð við „yfirfærslu“ og „gagnyfirfærslu“, viðhorf Freuds
til kvenna og kynferðis þeirra, þelddngarfræði sálgreiningarinnar sem
mótuð er á forsendum karlveldisins og síðast en ekki síst bókmenntaleg
einkenni textans. Meðferðarsögunni af Dóru er enn ekki lokið, nú rúm-
um eitthundrað árum síðar, þrátt fyrir vilja Freuds til að segja sögu Dóru
alla.
Þýðingamar tvær em með merkustu greinum á sviði sálgreiningar sem
komið hafa ffarn á síðustu tveimur áratugum. Peter Brooks og Shoshana
5