Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Síða 11
Högni Oskarsson
Freud í hvunndeginum
Bæling, maður og samfélag
Inngangur
Freud í hvunndeginum er áhugavert umræðuefni, enn í dag, 65 árum eft-
ir andlát hans. Freud hefur verið gagnrýndur fyrir margar ffæðilegar nið-
urstöður sínar og hafa ýmsir viljað gera lítið úr kenningum hans. Það
gleymist hins vegar að áhrif hans eru orðin svo ríkur þáttur í umræðu
dagsins að við tökum ekki eftir þeim. Kenningar hans um varnarhætti
sjálfsins eru nærtækar í þessu sambandi. Fyrstu kenningarnar um þenn-
an mikilvæga þátt í sálarlífi mannsins birti Freud árið 1894, „The Neuro-
Psychosis of Defence“, sem var tilraun til að smíða sálfræðilega kenningu
um hysteríu, fælni, þráhyggju og geðrof.1 Þar lýsti hann því hvernig at-
burður í sálarhfi einstaklings sem hann getur af einhverjum ástæðum
ekki sætt sig við, kynni að vekja upp forboðnar tilfinningar, sem erfitt
reyndist að losna undan. Oft væri atburðurinn kynferðislegs eðlis, sér-
staklega hjá konum. I gang færu ómeðvituð ferli, sem losuðu einstakling-
inn undan því að vera meðvitaður um hið forboðna, en kæmu ffam sem
taugaveiklunareinkenni, Reyndar hafði Freud komið að þessu efni ári áð-
ur í grein sinni „The Mechanism of Hysterical Phenomena: Preliminary
Communication“ þar sem hann útskýrði ómeðvitaða bælingu sem einn
af vamarháttunum.2 Aðdragandi bælingar væri sálrænt áfall, sem við-
1 Sigmund Freud. „The Neuro-Psychosis of Defence (1894)“. I The Standard Edition
ofthe Complete Psychological Works of Sigmund Freud, 3. bindi, ritstjóri James Strac-
hey. The Hogarth Press, London, 1962.
2 Sigmtmd Freud. „On the Psychical Mechanism of Hysterical Phenomena: Prelim-
9