Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Qupperneq 12
HÖGNI ÓSKARSSON
komandi gæti ekki fengið tilfinningalega útrás fyrir, þar eð áfallið, oft sár
missir, hefði yfirþyrmandi þýðingu, táknræna eða raunveralega. Algjör
útþurrkun áfallsins úr meðvitaðri hugsun fylgdi á eftir, einkenni tauga-
veikltmar kæmu í staðinn.
Þessar kenningar áttu síðan eftir að þróast og brejnast. Sjálfur sagði
Freud í grein sinni um sögu sálgreiningar árið 1914 að kemúngin mn
varnarhætti væri undirstaða seirmi kenninga sinna.3 Margir sálgreinar og
kenningasmiðir hafa orðið til að þróa kenningar Freuds um varnarhætti
og þær hafa á margan hátt staðist tímans tönn; áhersla á kynlífsþáttimi
sem meginorsakavald hefur þó dtúnað. Anna Freud skrifaði bók um varn-
arhætti sjálfsins árið 1937 þar sem hlutverki vamarháttanna er lýst svo,
að þeir sporni gegn kvíða og óþægindum, hemji hvatvísi, tilfinningar og
grannhvatir.4 J. C. Perry hefur þróað greiningartæki til að leggja magn-
bundið mat á varnarhætti sjálfsins. Hann hélt námskeið hér á landi í okt-
óber 2002 og lýsti þar þeim skilningi sínum að varnarhættirnir svoköll-
uðu væra aðlögunartæki, sem tækju á innra og ytra áreiti; þeir væra að
mestu ómeðvitaðir og væra mótandi um taugaveiklunareinkenni. Eins
hefðu varnarhættir mótandi áhrif á persónuieikagerð, sjálfsvirðingu og
tengsl við aðra.3
Þegar innra starf hópa er skoðað þá má greina þar svipuð ferli og varn-
arhætti og lýst hefur verið hjá einstaklingum. Allir hópar þróa með sér
innri menningu, sem mótast af meðvituðuin og ómeð\dtuðum vænting-
um, ekki aðeins einstaklinganna, sem hópinn mynda, heldur h'ka hópsins
sem heildar, markmiðum hans og skipulagi. Hópurinn getur t.d. verið
meðferðarhópur, fótboltalið eða heilt þjóðfélag. Innri menning hvers
hóps er síbreytileg, stundum er hópurinn í vinnuham, stundum ráða
framstæðar, ómeðvitaðar væntingar (e. basic assumptions), sem gera hegð-
un hópsins ómarkvissa, jafnvel óskiljanlega, hópurinn tekur á sig ein-
inary Communicatíon“ (1893). I The Standard Edition of the Complete Psychological
Works of Sigmund Ft'eud, 2. bindi, ritstjóri James Strachey. The Hogarth Press,
London, 1962.
3 Sigmund Freud. „History of the Psycho-Analytic Movement“ (1914). I The Stand-
ard Edition of the Complete Psychological Works of Sigmund Freud, 14. bindi, ritstjóri Ja-
mes Strachey. The Hogarth Press, London, 1962.
4 Anna Freud. „Psychoanalytic Theory and the Mechanisms of Defense". í The Writ-
ings of Anna Freud, 2. bindi, revised edition. International Universities Press Inc.,
New York, 1966.
5 J. C. Perry. Defense Mechanism Rating Scales, 5. útgáfa, Cambridge Hospital Dpt. of
Psychiatry, The Han'ard Medical School, 1990.
IO