Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Qupperneq 13
FREUD í HVUNNDEGINUM; BÆLING, MAÐUR OG SAMFÉLAG
kenni eins og taugaveiklun hjá einstaklingi. Wilfred Bion, sem var sál-
greinir starfandi í Englandi, hefur fjallað ítarlega um þessi fyrirbæri
hópa, og skýrir þau m.a. út ffá kenningum Freuds og Melanie Klein.6
Bæling, afneitun og yfirfærsla eru meðal þeirra varnarhátta sem hópar
beita gjarnan ómeðvitað. Hið ómeðvitaða markmið er að koma í veg fyr-
ir sundrungu hópsins. Hinar frumstæðu væntingar verða gjarnan ráðandi
þegar hópurinn stendur frammi fyrir einhverju, er hann uppfifir sem
ógnun. Hættan sem hópurinn skynjar getur verið bein utanaðsteðjandi
ógn við samheldni hópsins eða innri og illa meðvituð togstreita um hlut-
verk, völd eða væntingar, sem getur leitt til glundroða og um leið ógnað
öryggiskennd meðhma hópsins.
Kveikjan að viðfangsefni þessarar greinar, en það snýst um það
hvemig kenningar Freuds um bælingu og aðra varnarhætti, má nýta til
skilnings á ýmsu í daglegu lífi okkar sem einstaklinga og þjóðar, er
fréttaskýringaþáttur sjónvarpsstöðvarinnar CNN í aðdraganda Iraks-
stríðsins sl. vor. Fréttamaður hafði gert tilraun til að útskýra hvers vegna
íraska þjóðin hefði ekki enn gefið frá sér nein óyggjandi merki um að
vilja vinna með innrásarherjunum. Sagði fréttamaðtu-iim skýringa að
leita í rótgrónu vantraustd íraka á vestrænum drottnurum, og mætti rekja
þetta til harðneskju Breta þegar þeir börðust við að halda völdum sínum
íMesopótamíu upp úr fyrri heimstyrjöld. Hikuðu Bretar ekki við að eyða
heilum þorpum og íbúum þeirra kæmi þar fram minnsti vottur um and-
spymu. Þetta, og sú harðstjórn sem þjóðin hefur búið við síðan, hefur
leitt til þess að öll hvöt tdl aukinna lýðréttdnda og félagslegs réttlætds var
kyrfilega bæld og gerð ómeðvituð, bæði í þjóðarvitundinni og meðal ein-
staklinga. Vakti þetta upp með mér hugleiðingar um hvað kynni að vera
bælt í hinni íslensku þjóðarsál, hvað í reynslu hennar gegnum aldirnar
mótaði hana í dag.
Það er flókið mál að nota dæmi á opinbemm vettvangi úr daglegu
starfi geðlæknis til skýringar á þeim fyrirbæmm sálarlífsins sem em hér
tdl umfjöllunar. Leitaði ég því annarra leiða. Vildi svo tdl að ég hafði
nýverið lesið tvær bækur efdr þýskan rithöfund, W.G. Sebald, sem lýsa
ómeðvitaðri bælingu sem viðbragði við ytri áföllum og ákvað að styðjast
við þær. Onnur bókin segir frá bæhngu sem viðbragði eins manns, en hin
lýsir viðbragði heillar þjóðar. I báðum tilvikunum hefur bælingin það
6 L. Grinberg, D. Sor, E. T. de Bianchedi. Introduction to the Works ofBion. Jason Ar-
onson Inc, New York, 1977.