Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Side 14
HOGNI OSKARSSON
hlutverk að gera það óbærilega þolanlegt með þ\h að þurrka atburðina út
úr meðvitundinni. Atburðarásin mótast í báðuin tdlvikum af sömu þátt-
um, uppgangi nasismans, ofríki og grimmd og svo af hildarleik seinni
heimsstyrjaldar. Bæbng (e. repressiori), hliðrun (e. displacenient) og um-
breyting (e. reaction formatiori) ásamt minnisleysi eru helstu vamarhætt-
irnir sem koma fram í lýsingum Sebalds, bæði hjá einstakhngnum og eins
hjá þýsku þjóðinni. Mun ég styðjast \dð bækurnar sem dæmi um bælingu,
en í lok greinarinnar mun ég velta upp spurningum um það hvað krnuú
að vera bælt í íslenskri þjóðarsál, óþægileg leyndarmál eða skömmusta,
sem lesa megi út úr daglegu lífi þjóðarinnar og sem geti gert okkur auð-
veldara að skilja ýmsar þversagnir í íslenskum veruleika, verði það bælda
gert meðvitaðra.
Bæling sem varnarháttur felur í sér óbærilega tilfinningatogstreitu eða
skömm, sem þurrkar ytri og innri streituvaka út úr minninu og þar með
óþægilegar og truflandi langanir, tdlfinningar eða minningar. Tilfinning-
in sjálf getur verið með\dtuð að hluta en þó ótengd hugsuninni. Sé hún
tjáð birtist hún í afleiddu formi. Bæling er gjarnan ríkjandi varnarháttur
við yfirþyrmandi áföllum eða missi, s.s. stórslysum eða kymferðislegu of-
beldi. Hún verndar þá viðkomandi fýrir erfiðustu tilfimiingunmn, en
veldur öðrum einkennum í staðinn.
Hliðrun gerist á þann hátt, að það óþægilega eða ógnandi flyst frá
þeim eða því sem veldur áreitinu yfir á eitthvað annað og hludausara.
Þannig fæst nokkur útrás fyrir tdlfinninguna án þess að henni fylgi ógn
eða hætta.
Við umbreytingu verðm breyting á þ\d, sem einstaklingurinn getur
ekki sætt sig við, þannig að tjáningin tekur á sig þveröfuga mynd við það,
sem hin upprunalega hvöt sagði tdl um. Þetta sést gjarnan hji börnum,
sem verða óskaplega góð og umhyggjusöm við nýfædd systkini, þó þau
séu í raun þeim sárreið fyrir að hafa tekið þeirra sess hjá móðurinni.
Aður en farið verður lengra inn í efnið er rétt að segja í stuttu máli frá
höfundi bókanna tveggja. W.G. Sebald var Þjóðverji, fæddur f944 í
þýsku Olpunum og ólst þar upp. Faðir hann barðist í þýska hernmn í
heimsstyrjöldinni. Bernskuslóðir Sebalds sluppu að mestu við bein styrj-
aldarátök. Að loknu háskólanámi í Þýskalandi og Sviss flutti hann til
Englands tdl að leggja stund á framhaldsnám. Sebald settdst þar að og
varð prófessor í bókmenntafræðum við háskólann í Austur-Anglíu. Hann
lést í umferðarslysi á árslok 2001, skömmu efdr að síðasta bók hans,