Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Page 16
HÖGM ÓSKARSSON
minnismerkjastíl, hvort sem um væri að ræða dómssali, fangelsi, járn-
brautarstöðvar, peningastofnanir, óperur eða jafnvel geðveikrahæli. Ur
varð stundum óskapnaður eins og dómhöllin í Briissel Hún er, sam-
kvæmt ffásögn Austerlitz, höll meints réttlætis, sem varð að óreiðu-
kenndu hálfskrýmsli, forljótu, með ranghölum og blindgötum, með
leynisali fyrir frímúrara og þeiiTa ffumstæðu helgisiði, bygging sem hýsti
óboðna gesti í kjöllurum sínum, gesti, sem ekki þoldu dagsljósið.
Arásarhneigð mannsins og þörfin fynr að kúga og stjórna kemur fram
í stíl og skreytingum þessara bygginga. Austerlitz skynjar þennan ógn-
andi undirtón þeirra út ffá sínum persónulegu forsendmn. Alð upphaf
kynna hans og sögumanns var Austerlitz mjög upptekinn af hvers k\7ns
hernaðarmannvirkjum, sem reist höfðu verið um allt meginlandið til
varnar veldi sínu. Eðli vamanúrkjanna var og er þannig, að þau kalla á æ
beinskeyttari árásartæki, sem aftur leiða af sér rammgerðari \nrki og
stærri, þykkari veggi; sem sagt vítahringur. Það sem meira er, virkin hafa
gjarnan snúist upp í andhverfu sína, lokað þá inni, sem leituðu þar örygg-
is, orðið dýflissa fyrir þá, geymt kvalaóp þeirra.
Lýsingu Austerlitz á þessari mannvirkjagerð má líkja við skrif Freuds
um óreiðu dulvitundar og hvatalíf mannsins, um það hvernig bæling sem
varnarháttur skapar nýjan vanda. A þessu stigi frásagnarinnar er Auster-
litz í ratrn að lýsa ógn og ótta við tortíiningu og svo varnarviðbrögðum
við þeim upplifunum, án þess að gera sér grein fyrir því að hann sé eimiig
að lýsa eigin sögu, sem er honum ómeðvituð. Enn síður áttar hann sig á
miklum áhuga sínum á þessum ógnvekjandi byggingarstíl eða hernaðar-
mannvirkjum. Bælingu bernskuminninga fylgir hliðrun og umbreytmg,
þar sem sársauki og ógnir bemskuimar ummótast í akademískt viðfangs-
efni, sárar tilfinningar birtast í faglegum áhuga.
I þessum frásögnum birtist líka rnikill áhugi Austerlitz á járnbrautar-
stöðvum og teinanetinu, sem tengir saman hina ólíklegustu staði á meg-
inlandi Evrópu. Þessi áhugi er honum óskiljanlegur, því þessi fyrirbæri
vekja upp óskiljanlegar tilfinningar, sársaukann við að kveðja og fara. Hér
kemur ffam vísbending um ófullkomna bælingu áfalls, óþægilegar til-
finningar koma upp við ytra áreiti, en án upplýsandi minninga.
Nú verður 20 ára hlé á fundum sögumanns og Austerlitz, eða þar til
þeir hittast af tilviljun á hóteli við hlið Liverpool Street Station í Lund-
únum. Austerlitz er í sömu gömlu fötunum og með græna bakpokann
sem hann klæddist við fýrstu fundi þeirra. Samræðan hefst þar sem henni