Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Síða 21
FREUD í HVUNNDEGINUM; BÆLING, MAÐUR OG SAMFÉLAG
Þeir sem eftir lifðu þurftu að koma sér fyrir á nýjan leik, hvort heldur
var á meðan á stríðinu stóð eða efrir að því lauk. Milljónir hírðust í kjöll-
urum hruninna húsa og öðrum rústum fyrstu árin eftir stríðið. Mökkur
lá }dir rústum þar sem lík lágu enn falin, mánuðum og árum efrir að hild-
arleiknum lauk. Skordýraplágan var ógurleg. Rottur, feitar og pattaraleg-
ar, hlupu um allt og lögðust á hvað sem var. Hlálegt fyrir þjóð sem hafði
haft það að markmiði að hreinsa Evrópu af hvers kyns óþrifnaði, hvort
heldur af menningarlegum eða kynþáttabundnum rótum. Þýskaland var
orðið að rottuþjóð.
Viðbrögðin einkenndust af doða. Arin eftir stríð gekk fólk um stræti
og torg í rústum, stiklaði yfir brotin, þoldi náfnykinn sljótt á svip, eins og
umhverfið hefði alltaf verið svona. I stað sorgar og sljóleika virtist þjóð-
in búa sér til þá mynd að eyðileggingin væri ekki hryllingur, birtingar-
mynd sameiginlegs skipbrots, heldur boðaði hún nýja byrjun. I ákafa
uppbyggingarinnar átti að eyða sögu þjóðarinnar eða tímabils nasist-
anna. Þögnin endurspeglaði bælingu, varnarhætti, sem ýtti inn í
gleymskuna tilfinningum tengdum eyðileggingunni, skömminni yfir
ósigri, skömminni sem fylgdi hinni óbærilegu vimeskju um ódæðisverk
nasista, sem þjóðin öll var í raun ábyrg fyrir.
Bælingin faldi það óbærilega, tilfinningaleysið varð forsenda batans;
hkin múruð inn í homstein hins nýja samfélags urðu ómeðvituð hvam-
ing, leyndarmál sem batt og bindur þjóðina enn saman. Umbreyting sem
vamarháttur (e. reaction formatiori) breytti vanmætti hins sigraða í orku til
uppbyggingar; hliðmn (e. displacement) hafði smám saman þau áhrif að
afneitun á hemaðamppbyggingu varð að sókn eftir áhrifum og yfirráð-
um með hjálp þýska efnahagsundursins. Samkvæmt kenningum Bions
um hópefli var þýska þjóðin oft í vinnuham, en smtt var í frumstæðari
væntingar (e. basic assumptions) eins og flótta frá grimmilegri fomð og leit
að sterkum leiðtoga, sem varðaði framtíðarleið.12
Erlendir blaðamenn sem ferðuðust um landið eftir stríðslokin, undr-
uðust rósemina, sem virtist einkenna Þjóðverja. Plágan og rústirnar virt-
ust þeim eðhleg; ekkert til að ræða um né skrifa. Það sem greindi þá inn-
lendu frá þeim útlendu á þessum tíma var það að þeir innfæddu horfðu
frá hörmungunum, gestimir horfðu á hörmungarnar. Þjóðverjar skrifuðu
mjög lítið um þennan tíma, hvort sem um var að ræða blaðamenn, sagn-
12 L. Grinberg, D. Sor, E. T. de Bianchedi. Introduction to tbe Works ofBion. Jason Ar-
onson Inc., New York, 1977.
!9