Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Page 24
HÖGNI ÓSKARSSON
upp skammartilfinningu í þjóðarsálinni, skönnn finir það að hafa ekld
risið upp, hrist af sér okið og doðann, hafa ekki gripið til hetjulegra að-
gerða í stað undirdánugra bænaskráa. Þessa tilfinningu varð síðan að
bæla, fela hið meinta afrekaleysi. Bæhngin hafi síðan mótað ýmislegt í
hegðun og gildismati þjóðarinnar og geri enn.
Bæling og afneitun gera oftast ekki meira en að ýta þ\d óásættanlega
frá og gera það ómeðvitað um stundarsakir. Fyrr eða síðar brýmr
skömmustutilfinningin sér leið upp í meðvitundina ásamt tengdmn
minningum. Þær koma upp í afleiddum, oft táknrænum myndum, sem
geta verið í algjörri andstæðu við ríkjandi gildismat viðkomandi og skapa
þversagnir í sjálfsmyndinni.
Þetta kann að skýra það að þjóðarímynd Islendinga byggir enn á sögu
þjóðveldistímans, hetjunum góðu og handritunum. Sú ímynd leyfir okk-
ur að ræða um sjálfstæði þjóðarinnar aðeins í anda rómantískra baráttu-
hugsjóna, þó svo að á sama tíma teljum við okkur best borgið sem
taglhnýtingar stórvelda. Onnur þverstæða í sjálfsmynd þjóðarinnar kem-
ur fram annars vegar í upphafinnni sjálfsánægju og hins vegar í nötur-
legri minnimáttarkermd, sem birtist mjög skýrt í því hve ofurháð hrósi
útlendinga við erum. Þjóðin hefur gert hugtakið „Islandsvinur“ að hugg-
unarorði, eins og móðurbrjóst er hmigruðum brjóstmylkingi.
Hinn ómeðvitaði samanburður tímabils hetjunnar á söguöld \ið tíma
eymdar og fátæktar á hinum myrku miðöldum kann að skýra það, að um-
ræða um fátækt á Islandi er óvelkomin, tilraun var gerð til að gera hug-
takið fátækt að bannorði fyrir síðustu Alþingiskosningar. Það hefur
reyndar einkennt Islendinga undanfarna áratugi að afiieita fátæktinni
með því að hella sér út í óheft tækja-og græjukaup, sem hefur virst bros-
legt í auguin margra sem koma frá þjóðum þar sem viðvarandi velmeg-
un hefur verið til lengri tíma. Það má geta sér til um það að andstæðurn-
ar milli hinna höfðingdjörfu víkinga og skálda sögualdar og hins beygða
og undirdánuga almennings fram á 19. öld brjótist ffam í umræðu dags-
ins, eins og þegar umræða um hegðunarmynstur valdsins í nútímanum er
talinn dónaskapur, á sama hátt og illt urntal um danska konunginn var
höfuðsök. Því kjósum við opinbera þögn, en erum um leið í stöðugri
andstöðu við hið opinbera vald, eins og kemur firam í ákveðnu agaleysi
og niðrandi hvísli um þá sem upp úr standa.
Þessar tilraunir til túlkunar á meintum togstreitum og ósættanlegnm
andstæðum í þjóðarsálinni eru byggðar annars vegar á mjög huglægu