Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Qupperneq 25
FREUD í HVUNNDEGINUM; BÆLING, MAÐUR OG SAMFÉLAG
matd á sögu þjóðarinnar og hins vegar á persónulegum skilningi á ýmsum
fyrirbærum í daglega lífinu nú. Er þá ekki að finna áþreifanlegri vitnis-
burð um hina meintu bæfingu meðal þjóðarinnar? Það er mat mitt að svo
sé. Tökum dæmi af götuheitum í evrópskum stórborgum. Alsiða er að
götur og torg beri nöfn þekktra persóna eða atburða í lífi þjóðarinnar.
Vissulega ber meira á nöfnum sigursælla hershöfðingja og konunga,
gleðilegra atburða en sorglegra. En vissulega er líka að finna nöfn sem
minna á ósigra og erfiða tíma.
Hvað þá um heiti gatna og torga á Islandi? Þegar götunöfn í Reykja-
vík eru skoðuð, eins og t.d. í götuskrá símaskrárinnar, þá kemur í ljós að
götur í heihim hverfum eru nefhdar sem samstæður, eins og Lindir, Sel-
in, Felhn, Gerðin, Hhðarnar, og þá með forskeyti, sem er dregið af fyr-
irbærum úr náttúrunni, eða örnefhum utan af landi. I fáum tilvikum eru
mannanöfh notuð. Þau eru eingöngu bundin við persónur frá söguöld,
heiðin goð, eða eins í Grafarholti, við persónur tengdar kristnitöku. Ekki
er að fixrna nein nöfn sem vísa til miðalda og reyndar ekki til nýaldar
heldur. Hvað veldur? Gerðist ekkert jákvætt á miðöldum? Erum við svo
hrædd við opinbera persónudýrkun, að viðurkenna hetjur í nútímanum,
að við treystum okkur ekki til að nefha götur og torg eftir þeim, sem upp
úr hafa risið? Reyndar er til Bjarkargata. En hún varð til löngu áður en
Björk Guðmundsdóttir leit dagsins ljós.
Líkt og dæmið um þýsku þjóðina sýnir þá ber að undirstrika það að við
sækjum okkur líka kraft með því að vinna okkur frá skömmustunni. Þetta
kemur fram í vinnusemi og ósérhlífhi þegar kemur að því að skapa eitt-
hvað nýtt, taka áhættu. Skýrustu dæmi þessa er að finna í hópi íslenskra
listamanna, sem hafa náð að skapa og starfa óbundin af ytri landamær-
um.
Hér hefur verið rakið hvernig bælingin getur ýmist stutt einstakling-
inn og hópa til betra lífs og eins hvernig hún getur skemmt fyrir. Innsæi
og sjálfsskilningur er mikilvægt einstaklingnum og hóptun til að lifa lífi
sínu í viðunandi jafnvægi. Saga Austerlitz er okkur áminning um mikil-
vægi þess að þora að leita skýringa í minningum, sem kunna að vera
bældar, að hafa kjark til þess að fara til baka og greiða úr ómeðvitaðri
óreiðu og sækja sér þannig nýjan þrótt.
23