Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Side 28
IIAUKURINGIJONASSON
að vekja tilfinningu fvrir verunni sem slíkri. Til að ræða þetta frekar er
gagnlegt að byrja á að skilgreina hugtökin hugur og sál.3
***
Hér verður ekki lagt út í flókna umræðu um réttmæti þess að nota hug-
tök á borð við huga og sál yfirleitt. Mannshugurinn verður hér skdl-
greindur sem lífrænt og líkamlegt fyrirbæri sem hefur sitt sérstaka eðli,
gegnir sínu sérstaka hlutverki og lýtur sérstökum lögmálmn. Hann hef-
ur sitt fósturskeið, hefur sínar stóru og smáu birtmgarmyndir, ljhur lífeðl-
is—, atferlis- og sálaraflsfræðilegum löginálum og hefur sína sértæku sjúk-
dómaffæði.4 5 Mannshugurinn hefur staðbmidna virkni sem oft er sett í
beint samband við starfsemi heila og tauga en hann er líka órjúfanlega
tengdmr öðrum líffærmu og líkamskerfum (t.d. blóðkerfi, meltingarkerfi,
o.s.fhr) og hefur tengsl og áhrif á þessi kerfi og öfugt. En þó að hugur-
inn sé líkamlegt fi-TÍrbæri þá er eitt meginhluttærk hans að laga líkamslíf
einstaklings að kröfum umhverfis og öfugt.''
Hugurirm er þekktur af reynslu okkar af honum. Líkt og allt bendir tdl
að elektrónur og nifteindir atómsins (sem enginn hefm' séð) séu til, þá
bendir allt til þess að hugurinn sé til. Reynslan kennir okkur þó að tdð
höfum aðeins óbeinan og jafnvel óáræðanlegan aðgang að þessum veiu-
leika.6 Hugurinn birtist okkur fyrst og fremst sem virkur eiginleiki sem
einstaklingurinn beitir til að vinna úr og nýta sér reynsluna af líkamslífi
sínu í sístæðu samtali þess við umhverfið. Þannig er hugurinn sá eigin-
leiki sem gegnir lykilhlutverki í því að gera persónu einstaklings kleift
(eða ókleift) að þroskast og dafna.
Hugurinn vinnur á mörgmn vitundarplönum í þessari viðleimi þegar
hann tekst á við reynslu, hugsanir, drauma, dramnóra, tilfinningar og
ímyndanir - og vegna takmarkaðs möguleika okkar til að skynja alla
3 Samsvarandi hugtök á ensku eru „psyche“ (eða ,,mind“)(hugur) og „soul“ (sál).
4 Sumir kenningasmiðir smærtarefnishyggju (reductionist materialism) og fyrirbæraf-
ræða (phenomenology) eru á rnóti notkun hugtakanna og vilja meina að túð getum
hæglega komist af án þess að beita þeim. Þeir túlja fremur nota orðfæri sem vísar til
tiltekinnar virkni en tala um hug og sál sem sjálfstæð fyrirbæri.
5 Leland E. Hinsie, Robert J Campell: Psychiatric Dictionaiy, 4th edition, Oxford Un-
iversity Press, 1969.
6 Owen Flanagan: The Science of the Mind, önnur útgáfa, MIT Press, Cambridge,
Massachusetts, 1991, bls. 67.
26