Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Síða 29
ÓTTINN VIÐ SÁLINA
heildarveru okkar samtamis spannar hann bæði vitund og dulvitund.'
Þessi adrkni hugans er kjami mannlegs vitundarlífs og vegna þess að hug-
urinn er eiginleiki sem maður getur haft áhrif á má vinna með hann og
beita honum markvisst (og stundum óvart) tdl að koma á breytdngum í
skynjun, hugsun og tilfinningu.
Sigmund Freud átti stóran þátt í að setja fram heildstæða hugmynd um
virkni hugans og aflfræði hans.8 Hann starfaði sem taugasérfræðingur
um og upp úr aldamótunum 1900 og vegna þess hve þekking var þá
skammt á veg komin gafst hann fljótlega upp á að staðsetja virkni hugans
innan líkamans. I stað þess að gefa rannsóknir sínar upp á bátinn vegna
þess að honum tókst ekki að koma tauga- og lífeðlisfræðilegum böndum
á hugann kaus Freud að nálgast viðfangsefnið með sálfræðilegri aðferð
og beita hugtökum á borð við hnga, vitund, dulvitund, fnimsjálf, sjálf yf-
irsjálf o.s.frv.
En þó að Freud hafi þurft að staldra við í rannsóknum sínurn er vís-
indalegum rannsóknum á virkni hugans haldið áfram. Vísindamenn sam-
tímans glíma enn við (ekki síst vegna þess að það gagnast veiku fólki) að
smætta niður þá þættd sem eigna má huganum niður í sem hreinasta líf-
efna- og eðlisfræði. Þannig hefur taugasálar- og geðlæknisffæðinni, at-
ferlis-, lífefna- og lífeðlisfræðinni tekist að áorka miklu við að staðsetja
ýmis geðlæknisfræðileg fyrirbæri í veruleika taugaboða, boðefna og heila
og nú er (m.a. á Islandi) eðli geðsjúkdóma rannsakað á enn „dýpra plani“
frumeinda og erfða.9
Með mikilli einföldun má líkja huganum við vinnsluminni (vitund) og geymsluminni
(dulvitund) í tölvu. Það má jafhvel ganga enn lengra og líta á vitundina sem aðeins
það sem notandi tölvunnar sér á skjánum en dulvitundina sem alla þá virkni sem
notandinn verður ekki var við þegar hann vinnur við vélina.
8 Sjá t.d. Sigmund Freud: Inngangsfyiirlestrar um sálkönnun (i. og ii. bindi) og Form-
ga-ðir vitsmunalífsins í útgáfu Hins íslenska bókmenntafélags í þýðingu Sigurjóns
Bjömssonar. Stuttar bækur um efnið: Calvin S. Hall, A Primer ofFreudian Psycho-
logy, New American Library, NY, 1979, og Charles Brenner, An Elementary Textbook
of Psychoanalysis, Anchor, 1974.
9 Sjá t.d. Thorgeirsson TE, Oskarsson H, Desnica N, Kostic JP, Stefansson JG, Kol-
beinsson H, Lindal E, Gagunashvili N, Frigge ML, Kong A, Stefansson K, Gulcher
JR: ,úknxiety with panic disorder linked to chromosome 9q in Iceland“, American
JoumalofHuman Genetics, May 2003, 72(5): bls. 1221-30; Hreinn Stefansson, Jane
Sarginson, Augustine Kong, Phil Yates, Valgerdur Steinthorsdottir, Einar Gud-
finnsson, Steinunn Gunnarsdottir, Nicholas Walker, Hannes Petursson, Caroline
Crombie, Andres Ingason, Jeffrey R. Gulcher, Kari Stefansson, David St Clair
(deCODE Genetics and Department of Psychiatry, National University Hospital,
27