Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Page 32
HAUKURINGIJONASSON
Að reyna þennan veruleika er ógnvekjandi og ótti við þetta mikilvæga
og frumstæða svið mannlegs lífs er því eðlilegur. En jafnvel þó að óttinn
við líf dulvitundar sé eðlilegur þá er þessi ótti líka óttimt við lífið sjálft.
Að hlaupast í burtu frá þ\í verkefiti sem dulvitmidin krefst að rnaður
undirgangist er í reynd að ýta lífinu frá sér og óttast það að vera til.
Sálgreiningarstefhan rannsakar (að því marki sem það verður gert)
þetta líf dulvitundar og viðbrögð einstaklinga og hópa við því og í þessu
efhi er vísindalegt ffamlag stefnunnar ótvírætt.
***
Dulvitund, hið frumlæga, óskipulagða og goðræna svið hugans er á
mörkum þess segjardega og handan við veruleika hugtaka. Hún grund-
vallast á eðlislægum líkamshvötum og er reynd í líkamanum. Fyrir til-
stuðlan hugans tjáir hún sig til vitundar með ímyndum, sálrænum birt-
ingarmyndum hvatalífs og stöðugri þrá efdr fullnægju. Þessi tjáning er
einstaklingsbundin, sjálfslæg og miðar ffemur að sjálfstjáningu en að tjá-
skiptum við annað fólk, en vegna þess að hún býr í öllum þá þekkir fólk
veruleika hennar auðveldlega hvert hjá öðru.13 Dulvitund birtist líka í
ósjálfráðum kvíða við tilteknar aðstæður, mismælum, ofhlöðnum tilfiim-
ingaviðbrögðum (stundum í engu í samræmi við atvikin sein vakti þau),
krassandi Kkamstjáningu, draumórum (iðulega um kynlíf og völd) og í
draumum næturinnar.
Það er almenn tilhneiging hjá fólki að óttast eða skammast sín fyrir
þetta ímynda- og hvatalíf og við að það brjótist upp á tdirborðið í tilfinn-
ingahlöðnum viðbrögðum. Það er eðlilegt að óttast útrás óstjórnanlegra
geðhrifa s.s. reiði sem sktmsemin fær ekki stjórnað og ólgandi kynhvata
sem krefjast fullnægingar og skeyta engu mn viðtekin siðferðisgildi.14
***
Sálgreining sem sállækning miðar ekki að því útvíkka vitund skjólstæð-
ings, ná fram mælanlegri breytingu á atferli hans eða að skapa honum
nýjar hugsjónir - jafhvel þó meðferð geti vissulega víkkað \dtund, opnað
13 Sama rit, bls. 10.
14 Sama rit, bls. 10-11.
3°