Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Page 33
OTTINN VIÐ SALINA
augu einstaklings fyrir því hversu takmarkandi sannfæringar hans eru og
haft víðtæk áhrif á atferli og hegðun, jafnt mælanleg sem ómælanleg. Til-
gangur meðferðar er heldur ekki að drottna yfir óvitrænum hugarferlum,
afheita með vitrænum hætti innihaldi dulvitundar eða að beina ætlan
hennar inn á nýjar brautur - þvert móti.15
Ein leið til að skýra markmið sálgreiningar er að segja að hún miði að
því að koma á gegnsæi16 - það er að koma á sambandi vitundar við dul-
vitund og stuðla með því að endurstaðsetningu vitundar innan hugans. I
sálgreiningarmeðferð missir vitund hægt og hægt gildi sitt sem afgerandi
miðja innri atburðarásar hugans og fer þess í stað að skiljast í sambandi
við dulvitund. Arangur í meðferð birtist í því að vitund verður minna
hlaðin og meira gegnsæ. Eftdr því sem streymi efnis úr dulvitund í gegn-
um vitund verður ffjálsara verður vitundin lausari undan geðhrifum og
uppgerð: Hugsanir og tilfinningar breytast, sálrænar ímyndir taka á sig
nýjar myndir, aðlögunarhæfni einstaklingsins eykst og hann verður hæf-
ari til að takast á við breytingar. I þessu ferli fer dulvitund að varpa jafn-
vel betra ljósi á áhyggjuefhi einstaklingsins en vitundin sem til saman-
burðar getur virst ósamvinnuþýð og þjakandi.
***
En umrætt gegnsæi er ekki auðfengið og kemur ekki af sjálfu sér - og
þess vegna er sálgreining krefjandi ferðalag. Freud áleit að aðeins sterkt
sjálf gæti þolað samskipti við dulvitund og að aðeins vel þroskað sjálfgæti
undirgengist meðferð þar sem frjálsum hugrenningatengslum er beitt til
að draga fram ómeðvitað efni, skoða það og afsamsama það síðan sjálf-
inu. En til að beita endurhvarfi (e. regression) í meðferð, þ.e. ferð sjálfsins
til frumstæðari stiga vitundarlífsins í meðferð þá þarf sjálfið að vera nægj-
anlega sveigjanlegt til að ferðast frá sjálfsnútíð til sjálfsfortíðar og aftur til
baka.1 Sálgreinar nútímans eru sér meðvitaðir um þetta og þekkja nú
betur en áður möguleika og takmarkanir þessarar aðferðar og hafa leiðir
til að bregðast við áskorunum sem upp koma.
Það er vandmeðfarið að leggja erfiða vinnu á fólk, sérstaklega veikt
fólk og því getur reynst nauðsynlegt að beita ýmsum styðjandi aðferðum
15 Sama rit, bls. 7.
16 Sama rit, bls. 8-9.
17 Sama rit, bls. 12.
31