Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Page 34
HAUKURINGIJONASSON
s.s. hugrænna-atferlisfræða, lyflæknisffæða, fjölskyldumeðferðarfræða og
þverfaglegri ráðgjöf á þeirri leið. Þá er mannleg hluttekning, siðferðis-
styrkur, almenn skynsemi og alúð líka nauðsjmleg til að styrkja einstak-
linginn til að takast á við áskoranir daglegs lífs - en samhliða öllu þessu
heldur þolinmæðisvixma sálgreiningarmeðferðarinnar áffam, skref fyrir
skef, part eftir part, duld fjrrir duld.
Vitundin fer að dafha þegar einstaklingurinn fer að verða fær um að
skilja dulvitundina og njóta hennar án þess að verða feykt burt af ffum-
stæðum kröftum hennar. Ferðalagið liggur frá vitund til dulvitundar, ffá
vitund um frmnstæðari þætti sálarlífsins til þroskaðri þátta þess. Leiðin
til aukins gegnsæis sálarlífs í mannlegu lífi liggur um djúp dulvitundar
þar sem ferðalangurinn upplifir leyndardóma hennar.18
Þegar upp er staðið og hugur og sál vinna saman, vitrnid og dulvitund
leika saman.19 Þá slær á kvíðann, þráhyggjuna, þunglyndið, geðveikina -
og hafi vandinn verið þess eðlis að vinnutækjum sálgreiningar hafi verið
við komið þá gerist undrið: Ný vídd fær skinið í gegn og ffiður kemst á.
Eftir lestur þessarar greinar vona ég að lesandi sjái mikilvægi þess að við-
halda og auka þekkingu á sálgreiningu og sálaraflsffæðum á Islandi og
átti sig á mikilvægi þess að gerðar séu kröfur til fagstétta sem láta sér
mannlegt heilbrigði varða að þær skjóti ekki skollaeyrum við klassískri
kenningu um geðraskanir, sálina og andlegt líf.
18 Sama rit, bls. 13.
19 Sama rit, bls. 83.
32