Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Page 36
JÓN ÓLAFSSON
meðferð.3 Þessi kerfisbindmg sálgreiningarinnar hefur orðið uppspretta
heimspekilegs lestrar á kenningu Freuds til dæmis hjá franska heimspek-
ingnum Paul Ricoeur sem skrifaði bók um sálgreininguna þar sem hann
beitti aðferðum túlkunarfræðinnar til að lesa heimspekikeruungu hm í
sálgreiningu Freuds.4 Þó að Freud hafi talið metasálfi*æði nauðspilega
fyrir kenningakerfi sálgreiningarinnar taldi hann hana þó ekki fela í sér
aðalrökin fyrir því að líta á sálgreininguna sem vísindagrem. Hann var
þeirrar skoðunar að sú réttlæting leiddi fyrst og fremst af beitingu kemi-
ingarinnar, af árangri hennar.
Fleiri heimspekingar hafa skrifað um Freud á svipuðum forsendum og
Ricoeur og má almeimt segja um túlkanir þeirra á kenningu Freuds að í
þeim er lítdð gert úr vísindahyggju hans og hún jafnvel sögð á mis-
skilningi byggð, en meira gert úr almennum forsendum sálgreiningar-
innar, á mannskilningi hennar í stórum dráttum. Þ\ í er þá haldið fram að
sálgreiningin, hvort sem Freud var það ljóst eða ekki, opni dyrnar að
nýrri tegund vísinda, and-pósitíviskri, þar sem gagnrýnin sjálfsyfirvegun
er hluti af kenningunni sjálfri og aðferð hennar.5
Bandaríski heimspekingurinn Adolf Grunbaum hefur mótmælt þessari
túlkun á Freud mjög harðlega og varið hinn vísindalega skilning Freuds
sjálfs á kenningu sinni. Það breytir ekki því að Grunbaum telur kenning-
una vera gallaða í grundvallaratriðum og ekki standast þegar upp er stað-
ið. Griinbaum færir rök fyrir því að það séu mistök að tengja sálgrein-
ingu og metasálfræði: Freud hafi verið sjálfum sér samkvæmur í því
viðhorfi að kenningin væri vísindaleg með tilliti til niðurstaðna af beit-
ingu hennar, ekki á grundvelli undirliggjandi djúpgerðar.6
Þannig hefur spurningin unr heimspekilegar og vísindalegar undir-
stöður sálgreiningar lengi verið tilefhi deilna. I þessari grein ætla ég að
skoða nokkur skrif Freuds frá heimspekilegu sjónarhorni. Eg mun þó
3 Richard Boothby (2001) Freud as Philosopher. Routledge, bls. 2-3. Orðið metasál-
fræði er notað íslenskum þýðingum á verkum Freuds og held ég þeim sið hér.
4 Ricoeur, Paul (1970) Freud and Philosophy: An Essay on Inteipretation. Yale University
Press. Sjá til dæmis bls. 61.
5 Habermas, Jiirgen (1968). Knowledge and Fluman Interests. Þýð. JeremyJ. Schapiro,
Heinemann, 1972. BIs. 214-215.
6 Griinbaum, Adolf (1984). The Foundations of Psychoanalysis. University of California
Press. Bls. 7-8; 135, sjá Habermas (1968) bls. 259. Sjá einnig umfjöllun unt sálgrein-
ingu og gagnrýni á hana í Róbert Haraldsson (1994). „Vald ástarinnar í undarlegum
og ógnvekjandi heimi“ í greinasafni Róberts Tvegg/a manna tal. Islensk hehnspeki IX,
ritstj. Salvör Nordal. Hið íslenska bókmenntafélag, 2001, bls. 75.
34