Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Page 37

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Page 37
FREUD UM SIÐMENNINGU OG SAMFÉLAG ekki blanda mér í deilur um sálgreiningu, stöðu hennar og eðli og því hvorki taka málstað Griinbaums né túlkunarfræðinganna, sem Griin- baum talar um af mikilli lítilsvirðingu. Markmið mitt í þessari grein er að draga hliðstæðu á milli nokkurra atriða í þjóðfélagshugsun Freuds og gagnrýni pragmatista á heimspekihefðina. Heimspekileg túlkun á Freud veltur ekki nauðsynlega á því hvort sálgreiningarkenning hans standist túlkunarfræðilega eða vísindalega. I skrifum Freuds kemur ffam heim- spekileg afstaða sem hefur sjálfstætt gildi. Þessa heimspekilegu afstöðu, sem ég vil ekki ganga svo langt að kalla sérstaka heimspekikenningu, er hægt að skoða og ræða bæði með tilliti tdl sálgreiningar, en einnig og ekki síður út frá þeim straumum í heimspeki og pólitík sem voru efst á baugi þegar Freud skrifaði rit sín um samfélag og menningu. Sá samanburður sem ég hef sérstaklega áhuga á hér, er samanburður við gömlu pragmat- istana, en mér virðist þjóðfélagshugsun Freuds minna um margt á það sem heimspekingar á borð við William James, John Dewey og George Mead skrifuðu á fyrstu áratugum tuttugustu aldarinnar. Nú er áhrifasaga alltaf dálítið endasleppt fýnirbæri og þegar um samtímamenn er að ræða getur reynst erfitt að segja til um hver hafði áhrif á hvern. Eg ætla ekki að hætta mér út í að greina áhrif sem Freud kann að hafa orðið fyrir frá samtímamönnum sínum. Markmiðið er að lesa Freud inn í hefð í heim- speki sem einu nafni má kalla heimspekilegan pragmatisma og var á tím- um Freuds helsti valkosturinn við rökfræðilega raunhyggju. Það er óþarft að gera Freud að einhverskonar pragmatista, en hitt er augljóst, þegar verk hans eru lesin í því samhengi, að það almenna viðhorf tál þekkingar og rannsókna sem pragmatdstar boðuðu á miklu betur við þau en ströng vísindahyggja sem einkennir raunhyggju þessa tdfna.' Heimspeki og raunveruleikaflótti Ein ástæðan fyrir því að Freud vill forðast heimspeki og gerir tdlraun tdl að útdloka heimspekilega túlkun á kenningu sinni, er sú að heimspeki fel- ur í sér alveg samskonar blekkingu og trúarbrögðin. Trúarbrögðin skapa heim ötyggis og hjálpræðis: „Mér virðist liggja beint við að telja trúar- þarfir sprottnar af hjálparleysi barnsins og þrá þess efidr föður, sér í lagi þegar á það er litdð að þessi þrá er ekki einungis efidrstöðvar frá bernsku- 7 Ég nota rökfræðilega raunhyggju yfir það sem á ensku er kallað logical positivism, og raunhyggju um positivism. 35
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.