Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Page 42
JÓN ÓLAFSSON
mótsögnum. Mér virðist til dæmis að hugmynd Freuds um hlutverk
ánægjtdögmálsins sé miklu áhugaverðari £rá sjónanniði pragamtisma
heldur en frá sjónarmiði ánægjuhyggju (e. hedonisni). Þó halda margir því
fram að í siðferðilegum eíhum hafi Freud verið ánægjuhyggjumaður eða
hedónisti. Margar athugasemdir hans um jafnvægi sálarlífsins sýna þtært
á móti að vitsmtmahfið gegnir nauðsjmlegu hlutverki sem felur í sér sið-
ferðilega ábyrgð á meðferð hins ómeðvitaða, veruletkans og yfir-sjálfsins.
Það sýnir að svöltm hvata eða ánægja hefur siðferðilegt vægi í tengslum
við hina vitsmunalegu úrvinnslu en er ekki efrirsóknarverð eða rétt ein
og sér.18 Þessi hugsun minnir mjög á þá hugmjnd um siðfræði sem kem-
ur fram hjá pragmatistum, einkurn John Dewey.19
I ritum Freuds, Undir oki siðmenningar og Blekkingu trmrinnar, birtist
lífssýn hans og mannskfiningur og sumir þeirra sem fjallað hafa um hami
hafa gert mikið úr þeim bölmóði sem fram kemur í þessmn verkrnn.
Þannig segir Róbert Haraldsson til dæmis að ,,[sú] rnynd sem Freud dreg-
ur þar upp af heiminum og mannlífinu [sé] s\-o napurleg að maður [freist-
ist] til að vona að hún sé röng.“20 Róbert telur að Freud geri mikið úr hmu
ógnvænlega í mannlegri tilveru til að draga fram mikilvægi ástar og skjn-
semi. Það er trúin á vísindi og skjnsemi sem á endanum getnr losað mami-
inn úr hörmtmgum hamingjusnauðs lífs fulls af óöiyggi og kvíða. I túlkrni
Róberts bendir Freud á hjálpræðið en gerist ekki boðberi þess eða spá-
maður.21 Hann endar þannig sumpart á sömu nótum og heimspekingurinn
Richard Rorty sem segir að hugsun um manninn og stöðu hans eigi að
skilja okkur efdr í von frekar en að veita okkur finmspekilegan eða þekk-
ingarffæðilegan grundvöll sem við getum lifað í öryggi um. Og það eina
sem getur losað manninn undan svartnætti öivæntingarinnar er auðvitað
vonin hvort sem hún birtist í ljósi skynseminnar eða valdi ástarinnar.
18 „Abriss der Psychoanalyse“. Gesammclte Werke 17. bindi, bls. 69.
19 John Dewey (1922). Himian Namre and Conduct. Middle Works 14. bindi. Southern
Illinois University Press, 1988, bls. 117.1 þessari bók gerir Dewev grein fyrir kenn-
ingu sinni um hlutverk vana (e. habit) í mannlegri bretvni. Afstaða hans til sálgrein-
ingar einkennist af efasemdum einkum vegna þess að Dewev taldi helstu forsprakka
hennar, en þar á hann fyrst og fremst Uð Freud og Carl Gustav Jung, mistúlka fé-
lagsmótun sem sálræna eiginleika er ættu upptök sín í frumgerð einstaklingsins (bls.
61-62). Dewey gefur hinsvegar jafhvægishlutverki sjálfeins hjá Freud lítinn gaum og
missir því af hinni augljósu hliðstæðu þar sem siðferðilegur veruleiki veltur á \ft-
smunalegri úmnnslu og gæðum hennar.
20 Róbert Haraldsson (1994), bls. 75.
21 Sama rit bls. 81.
4°