Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Page 54

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Page 54
SÆUNN KJARTANSDÓTTIR komu og heilsuðu henni svaraði hún ekki heldur hékk í pilsfaldi mömmu sinnar, vansæl á svip. Mamma hennar hló og gerði gott úr en Sólveig fann vel hversu reið hún var. Eldri systir hennar hljóp hins vegar í fang- ið á hverjum sem var, dansaði ef hún var beðin urn það eða lék á píanóið. Sólveig vildi ekki aðeins líkjast systur sinni, hún vildi verða hún. Þegar mamma Sólveigar las dagbók hennar nokkrum árum síðar komst hún að því að Sólveigu var strítt í skólanum vegna þess að hún tal- aði með yfirstéttarhreim. Mamma hennar ræddi þetta við skólastjórann sem fullvissaði hana um að allt væri í stakasta lagi, Sólveig var skömmuð fyrir að segja ósatt og árum saman var hlegið að þessari „skröksögu“ Sól- veigar yfir sttnnudagshádegisverði fjölskyldunnar. Sólveigu minnti að það hefði verið upp frá þessu sem hún fór að spinna upp sögur. A unglingsaldri varð Sólveig róttækur femínisti og friðarsinni en mamma hennar hæddist að henni fyrir einfeldningslegar og barnalegar skoðanir. Hún varð einnig grænmetisæta og tengdi það pólitískri vitund sinni. Þessi breyting gerðist engu að síður eftir sunnudagshádegisverð með fjölskyldunni. Mamma hennar hafði gert böku og þegar hún var spurð um innihald hennar neitaði hún að svara fyrr en að máltíðinni lok- inni. Sólveig borðaði bökuna og farmst hún góð. Þá ljóstraði mamrna hennar upp að í henni hefði verið kanínukjöt. Sólveig sá fyrir sér sínar eigin kanínur og kastaði samstundis upp yfir matarborðið. Fjölskylda Sólveigar var listhneigð og sjálf hafði hún gaman af að mála myndir. I garðinum var skúr sem hún nötaði fyrir vinnustofu. Þegar hún var þrettán ára gömul kom frænka hennar, sem var myndlistarkennari, til að skoða verk hennar. Hún lét einhver orð falla um myndirnar sem Sól- veig taldi nú hafa verið ætluð sem uppbyggilega gagnrýni. A þeim tíma fannst henni frænkan rífa sig í tætlur. Hún eyðilagði allar myndirnar sín- ar og málaði aldrei eftir þetta. Þegar ég hlustaði á Sólveigu fannst mér frásögn hennar ekki alltaf trú- verðug. Þó trúði ég því að hún reyndi eftir fremsta megni að segja mér satt. Vandi minn virtist endurspegla hennar eigin erfiðleika við að greina á milli staðreynda og skáldskapar, draumóra og raunveruleika. Hún vissi að hún átti það til að spinna sögur eða hagræða sannleikanum í þeiin til- gangi að vekja aðdáun fólks og fá það til að halda að hún lifði áhugaverð- ara lífi en raun bar vitni því henni fannst óhugsandi að nokkur vildi þekkja hana eins og hún væri. En hún átti oft erfitt með að átta sig á hvað væri satt og hvað ekki: Var mamma hennar glöð þegar hún hló eða var 52
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.