Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Qupperneq 56
SÆUNN KJARTANSDOTTIR
Hiin sagðist hafa fantasíur um mig en það væri ekki til neins. „Ég vil
vita raunveruleikann, eitthvað áþreifanlegt, af því að fantasíur eru eins og
draumar, dálítdð ógnvekjandi. Það er hvort sem er tilgangslaust að tala
um fantasíumar mínar þ\i ég mun efrir sem áður ekki vita neitt um þig“.
Ég sagði að hún gæti öðlast betri skilning á sjálfri sér. Hún brosti, spennt
á svipinn og sagði „Mér finnst þetta ansi mikil áhætta. Eg gæti móðgað
þig eða sært, auk þess sem ég afhjúpa sjálfa mig. Mér fiimst aldrei auð-
velt að segja neikvæða hluti við fólk, sennilega svo það verði ekki reitt.
Ég get nú samt ekki ímyndað mér þig reiða. AJlt í lagi. Eg læt bara vaða“.
Hún hélt áfram: „Þú ert líklega gift en ég held ekki að þú eigir börn.
Ég sé þig fyrir mér í stóru fallegu húsi með fallegum munum frá Viktor-
íanska tímanum. Þú ert ekkert rosalega rík en samt ágætlega efnuð. Þú
nýtur mikillar velgengni, talar mörg tungmnál og ert vel að þér. Þú þarft
ekki að hafa samband við annað fólk, það leitar til þín, og þegar þú ert
með öðrum ertu miðpunktur athyglinnar. Þú ert vel að þér í stjómmál-
um og heimsviðburðum. Ég spái stundum í hvort þú sért í einkalífinu
andstæðan við rósemina í vinnunni, hvort þií getir verið hvatvís. Eg get
alla vega ekki ímyndað mér þig veltast um á gólfinu með krökkum, að
kitla þá eða gera eitthvað kjánalegt“.
Ég sagði að þetta líktist manneskjtmni sem hún hafði sagst vilja vera
sjálf. ,Já“ samsinnti hún „en ekki barnlausi hlutinn“. Ég velti þtd fyrir
mér hvernig henni liði með þá hugmynd að ég ætti svo margt sem hana
langaði í; fallega hluti, vini og miklar gáfur. „Kannski svolítið afbrýði-
söm, en líka fegin. Ríkt fólk hefur þjónustulið, lása, lykla og öryggiskerfi
og það gæti ég aldrei þolað“.
Upphafning Sólveigar á mér sýndi hvernig hún skildi í sundur gott og
slæmt. Það var óbilandi sannfæring hennar að sjálf væri hún misheppn-
uð svo von hennar var að hún hefði fundið góða og vitra manneskju sent
gæti sagt henni hvernig hún ætti að vera. Þessi hugmynd neyddi hana til
að afheita því sem féll ekki að myndinni af mér sem fnllkomiimi, því ef
hún viðurkenndi takmarkanir mína fyndi hún til óöryggis og haturs. Aft-
ur gengisfelldi hún það sem hún átti ekki sjálf, stóra og fallega húsinu
mínu var breytt í fangelsi og ég svipt því sem henni fannst dýrmætast af
öllu; Ég átti ekkert barn. Það var ekkert fyrir hana að öfunda.
Sólveig haínaði engu sem ég hafði fram að færa. Þegar örlaði á óá-
nægju með mig var hún fljót að beina talinu að hennar eigin göllum, sem
voru óteljandi, eins og til að réttlæta mig og beina athyglinni frá því sem
54