Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Page 65
SlGURÐUR J. GrÉTARSSON1
Sálgreining og sálfræði á 20. öld
Margir halda að sálgreining og sálíræði séu eiginlega hið sama - að meg-
inviðfangsefhi sálfræðinga sé meðhöndlun sálarmeina og þeir noti í því
skyni einkum aðferðir sálgreiningar. Þessi algenga skoðun ber vott um
útbreiðslu hugmynda Freuds meðal almennings, en hún er ekki rétt.
Hvorki sálfræðin sjálf, né meðhöndlun hennar á sálarmeinum eiga sér-
stakar rætur í sálgreiningu Freuds. Nútímasálfræði er upprunnin í líf-
eðhsfræði 19. aldar og upphaflegt aðalverkefni hennar var á sviði þekk-
ingarfræði. Verkefhið var að gera grein fyrir því með aðferðum
raunvísinda hvernig maður getur, með náttúrlegum hætti, öðlast trausta
þekkingu á umheimi sínum. Það stórbrotna verkefni átti rætur í alda-
langri glímu fremstu heimspekinga við að réttlæta jarðneska þekkingu og
óneitanlega var nýjung að taka efhið rarmvísindatökum. Sálfræðin hefur
síðan greinst í margar áttir, en fyrstu sporin lofuðu svo góðu að greinin
hefur æ síðan dregið dám af þessum upprtmasporum. Það sést meðal
annars á hollustu við tilratmaaðferð, hlutlægar mælingar og efagjama,
jarðbundna kenningahefð. Það hefur jafhvel kveðið svo rammt að þessu
að greininni hefur verið núið um nasir að þjást af eðlisfræðiduld, physics
envy á ensku. Sálfræðileg meðferð, sem margir halda að hafi verið upp-
ranalegt tilefni sálfræðirannsókna, var varla kennd í sálfræðideildum svo
neinu næmi fym en upp úr síðari heimsstyrjöld.2
Ekki er þar með sagt að umræddur misskilningur um mikilvægi sál-
1 Ég þakka Friðriki H. Jónssyni, Guðna Elíssyni og Jóni Olafssyni fyrir að gera mjög
gagnlegar athugasemdir við handrit að þessari grein.
2 Sjá Andra Steinþór Bjömsson (2003). JJpphaf klínískrar sálfræði: Um aldamótin 1900
eða eftir seinni heimsstyrjöld. Obirt meistaraprófsritgerð. Háskóli Islands og einnig
Leahey, T. H. (2000). A history ofpsychology. Main currents in psychological thought. 5.
útg. Upper Saddle River, NJ: Prentice Hall.
63