Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Síða 67
SÁLGREIMNG OG SÁLFRÆÐIÁ 20. ÖLD
andi sannleik sem sálgreining afhjúpar. Slík skýring er vart sæmandi,
enda á fálætið sér jarðbundnari og nærtækari skýringar. Fræðilegur
ágreiningur á mestan hlut að máli.
Sálfræði hefur nefnilega tekið kenningar sálgreiningar til umfjöllunar,
og sú umfjöllun var í fullu samræmi við hefðir sálfræðinnar, fyrr og síð-
ar. Trúir tilraunahefð og hlutlægni, hófu sálfræðingar strax á loft venju-
lega kröfu um mælingar og tilraunaprófanir. Kenningar Freuds voru, vel
að merkja, ekkert einstakar að þessu leyti. Fleiri evrópskar kenningar frá
tinsta þriðjungi tuttugustu aldar urðu síðar efniviður bandarískra rann-
sókna. Kenningar Piagets um vitsmunaþroska voru athugaðar vestan
hafs, mörgum áratugum eftir að Piaget setti þær fram. Þar fór heildstæð
kenning um eðli \dtsmunaþroska - en háð þeim annmarka að rannsókn-
ir höfundarins höfðu fremur beinst að því sem staðfesti kenninguna en
hinu sem gæti borið brigður á hana. Þessar rannsóknir, þúsundir að tölu,
höfðu víðtæk og varanleg áhrif á þroskasálfræði. Sumt úr kenningu
Piagets stóðst ekki skoðun - til dæmis hugmyndir um skynheim ung-
bama og kenning um að rökaðgerðir á þroskastigi einkenni alla hugstm
bams á því stigi.3 Sumt annað hefur staðist tímans tönn. Svipuðu máli
gegnir nú um kenningu Lev Vygotskys4. Kenningin varð til í Rússlandi
á þriðja áratug síðustu aldar en er nú árlega innblástur mörg hundrað
rannsókna um þátt menningar í mótun hugsunar. Ekki sér fýrir endarrn
á þeirri athafnasemi.
Frá sjónarhóli hefðbundinnar aðferðar þurfti að gera kerfisbundnar
athuganir á hugmyndum Freuds. Þar var að mörgu að hyggja. Hug-
myndir hans um þroska skapgerðar og eðli sálmeina vora til dæmis af-
rakstur meðferðarstarfs hans, viðtala við sjúklinga og túlkana á þeim
efniviði, meðal annars með hliðsjón af eigin reynslu hans. Skráning sál-
greinis á upplýsingum um meðferð byggist á minni hans. Framvinda
meðferðarviðtals getur líka verið háð uppástungum hans og stýringu.
Hann getur jafnvel þröngvað hugmyndum upp á sjúkling. Upplýsingar
sjúklings geta þess vegna, og af ótal mörgum öðram ástæðum, verið óná-
kvæmar. Sálgreinirinn kann líka, eins og allir menn, að horfa fram hjá
mikilvægum upplýsingum, ekki síst þeim sem kynnu að ganga gegn því
sem hann telur eðlilega túlkun.
3 Flavell J. H. (1977). Cognitive development. Englewood Cliffs, NJ: Prentice-Hall.
+ Gauvain, M. (2001). The social context ofcognitive development. New York: The Guil-
ford press.
65