Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Page 68
SIGURÐURJ. GRÉTARSSON
Þetta er ekki endilega frágangssök. Fræðakenningar geta hafist af
ýmiss konar vangaveltum og engin ein stöðluð leið er til þess að fram-
kalla þær. Allir menn, ekki bara sálgreinar, eiga það til að ofrneta eða
rangtúlka upplýsingar. Fræðikenningar þurfa því að standast prófun,
hver sem uppruni þeirra er. Það er ekki nóg að hver maðurimi á fæmr
öðrum bæti við tilvikasögum af sér og meðferðarstarfi sínu til þess að
renna stoðum undir fræðin. Ef svo væri mættd telja tilvist álfa og drauga
staðfesta. Það, að mörgum virðist sem ofbeldi færist í aukana á fullu
ttmgli, jafngildir ekki staðfestingu á því. Fyrst þarf að skilgreina ofbeld-
isverk, telja þau síðan af viðeigandi nákvæmni og bera svo saman fjölda
þeirra þegar tungl er fullt og þegar það er ekki fullt. Fylgni- og orsaka-
samhengi verður ekki staðfest nema með kerfisbundnum samanburði.
Það lá því beint við - og í því fólst engin óvenjuleg tortiyggni - að sál-
fræðingar rannsökuðu kenningar Freuds og prófuðu þær utan meðferð-
ar. Tilraunaaðferð vísinda er einmitt ætlað að prófa kenningar, vinsa úr
það sem ekki stenst en treysta hitt í sessi.
Sú sálfræðihefð sem hvað eindregnast einbeitti sér að hlutlægum rann-
sóknum á kenningum Freuds var félagsnámskenning. Þar fór grein af
meiði atferlishyggju og námskenninga sem freistaði þess að skýra félags-
mótun með ríkri áherslu á áhrif umhverfis.5 A því sviði fór fram skipuleg
tilraun til þess að renna raunvísum stoðum undir þroskakenningu sál-
greiningar. Nú, áratugum síðar, neitar enginn þroskasálffæðingur þ\'í að
rannsóknir á tilfinningatengslum - sem nú fara einkum ffam undir sjón-
arhorni hátternisfræði - eigi sér uppruna í sálgreiningu.6 Einnig er það á
vitorði margra að nákvæm skráning á athæfi barna á rannsóknarstofu
hófst með áhorfsathugunum sálgreinenda. Kynsálþróunarkenning
Freuds skipar honum líka á bekk með kenningasmiðum sem leggja
áherslu á að mótun skapgerðar sé að verulegu leyti náttúrleg fremur en
menningarleg og eigi sér stað í framvindu eðlisólíkra æviskeiða. Auðvit-
að hafði Freud áhrif.
5 Hér er í raun af mörgu að taka, en bent á Dollard, J., Doob, L. W., Miller, N. E.,
Mowrer, O. H. & Sears, R. R. Fmstration and aggi-ession. New Haven: Yale Univer-
sity Press og rannsókn Sears, R. R., Rau, L. & Aipert, R. (1965). Identifications and
child rearing. Stanford: Stanford University Press.
6 Bretherton, I. (1994). The origins of attachment theory: John Bowlby & Mary
Ainsworth. Hjá Parke, R. D., Ornstein, P. A., Rieser, J. J. & Zahn-Waxler, C.A cent-
ury of developmentalpsychology (bls. 431- 471). Washington DC: American Psycho-
logical Association.
66