Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Blaðsíða 69
SALGREINTNG OG SALFRÆÐIA 20. OLD
En sjálf kenning Freuds um kynsálþróun er víðast hvar afskrifuð og
deilir þar bekk með þeirri \irðulegu líffræðikenningu sem hún öðrum
þræði byggðist á: Kenningu Haeckels, sem sumir kölluðu lögmál, um
sams\7‘örun einstaklingsþróunar og tegundarþróunar. Sú kenning er úr
fósturfræði 19. aldar og byggðist á því hve fósturþróun ólíkra dýrateg-
unda Hrðist svipuð við fyrstu sýn. Þetta gat af sér hugmyndir um að ein-
stakhngsþróun - frá getnaði til fæðingar og jaínvel lengur - væri eins
konar endurtekning þróunar viðkomandi tegundar frá einfrumungum til
smádýra og svo áfram. Kenning Freuds, um að afrnörkuð þroskaskeið í
bemsku einkenndust af sérstökum kynörvunarsvæðum sem skiptu síðan
sköpum um þroska eða óheillaþróun í skapgerð, átti nokkrar rætur að
rekja til þessarar hugmyndar.7 Við nánari skoðun reyndist kenning
Haeckels röng og niðurstöður rannsókna á kynsálþróunarkenningu
Freuds hafa reynst rýrar. Forspár sem leiða má af kenningunni rætast
ekki. Hvorki breyuileiki í næringargjöf móður né mismunur á því hvernig
böm era vanin af bleyju spá miklu um skapgerðarþroska þeirra síðar
meir. Kannski vom aldrei réttir hlutir rannsakaðir, hver veit? En rýrar
urðu niðurstöðumar.8 Enginn synjar þó fyrir það að nútímarannsóknir á
tilfinningatengslum eigi að nokkrn uppmna sinn í þessum hugmyndum.
Spár sem rætast illa era ekki eini vandi sálgreiningar andspænis hefð-
bundinni aðferðafræði sem leggur áherslu á vel heppnaðar forspár.
Stundum er nefnilega erfitt að greina hver forspáin er. Stöðnun barns á
þermistigi getur leitt til þess að þegar fram í sækir verði barmð haldið
þráhyggju, kvalalosta, hreinlætisáráttu eða miklu skeytingarleysi um
hreinlæti. Þegar þróun er orðin virðist hún skiljanleg og í samræmi við
kenninguna, en ekki er unnt að spá herrni fyrir fram.9 Þá er eðlilega snú-
ið að meta hvort spáin hafi ræst.
Ein mildlvægasta kenning Freuds gerði ráð fyrir því að kvíði eigi sér
rætur í bamslegum k)móram og að ómeðvituð bæhng þessa kvíða gegm
síðan lykilhlutverki í mótun sjálfsmyndar og sjálfsskilnings. Hér hefur líka
bragðið til beggja vona með forspár auk þess sem bæling endurminninga
er sérlega sleipt og slungið frTrirbæri til rannsókna. Ef bæling á kvíðvæn-
7 Leahey, T. H. (2000). A histary ofpsychology. Main currents in psychological thought. 5.
útg. Upper Saddle River, NJ: Prentice Hall.
8 Zigler, E. F. & Child, I. L. Socialization an perscmality development. Reading, Mass. :
Addison-Wesley.
9 Sjá til dæmis glaðbeitta túlkun hjá Kahn, M. (2002J. Basic Fretid: Psychoanalytic
thoaght for the 21st century. New York: Basic Books.
67