Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Side 73
SÁLGREINING OG SÁLFRÆÐIÁ 20. ÖLD
reyndar nokkuð flókin, en sumt í skrifum hans styður slíka skoðtm. Sál-
greining er þá sýn á manninn og stöðu hans. Hún skýrir sífellda leit hans
að vitrænni túlkun á þeirri ringnlreið sem heimurinn er, utan sem innan
húðar. Hún afhjúpar það sem þá verður falsið í ásýnd samfélagsins og
birtir það sem kenningin segir vera raunverulegan kjarna þess.
Það er því ekki aðeins á vettvangi náttúruvísinda sem sálgreiningin er
vegin og metin. Kenningar Freuds og margvíslegra lærisveina hans eru
áhugaefni fólks um allan heim af fjölmörgum ástæðrun - samfélagsleg-
um, lífsspekilegum, trúarlegum og fræðilegum. Erfitt er að spá um fram-
tíð hennar í því ljósi, enda eru viðmið jafn óljós og þegar maður spáir því
hvort áhrifamikil bók, vinsælt Ijóð eða annað sem varpar ljósi á stöðu
mannsins, muni verða lesið um aldir. Eins og títt er um bókmenntir er
sálgreining sumum upphfun sem breyrir lífinu, öðrum er hún gjöfull
brunnur hugmynda, enn öðrum óskiljanlegt torf. Fyrir sumum er hún
fyrsta flokks mannskilningur, öðrum er hún tómur missldlningur. Eina
örugga forspáin á því sviði er að enn um sinn muni menn greina á um
sálgreiningu.
Af einhverjum sökum hefur umræða um þátt sálgreiningar í sálfræði
20. aldar stundum orðið nokkuð stóryrt og skipað mönnum í flokka,
hverjum sínu megin við miklar víghnur. SKkur flokkadráttur eflist við
fullyrðingar um að skilningsleysi sálfræðinga og ótti þeirra við eigin sál-
ardjúp valdi afstöðu þeirra. Það er því mikilvægt að halda því til haga að
sálfræðin hefur einmitt tekið hugmyndir Freuds til umfjöllunar og að
nokkru mótast af þeim. Það ætti að draga úr óþörfum flokkadráttum að
átta sig á þessu og skipa Freud til sætis þar sem honum ber, á bekk með
mikilvægum kenningarsmiðum frá upphafi 20. aldar. Engum er meinað
eða óheimilt að fjalla um sálgreiningu eða beita henni við rannsóknir.
Verkin birtast, standa og falla á eigin forsendum - ekki samkvæmt tilskip-
unum, kvótum eða fordæmingarkerfi. En ekki er fyrir það að synja að
nýir talsmenn þess að bæling væri mikilvægast skýringarhugtak í þroska-,
meðferðar- og skapgerðarsálfræði ættu erfitt og einmanalegt verk fyrir
höndum.
71