Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Page 81
SIGMUND FREUD OG TRUARLIFIÐ
föðurvaldið hrynur. Vér sjáum því að rætur trúarþarfarinnar
eru í foreldraduldinni. Almáttugur og réttlátur Guð og mild og
góð Náttúran eru hinar miklu göfganir á foreldrunum eða öllu
fremur endurhfgaðar og endurgerðar hugmyndir smábarnsins
um þá. Líffræðilega séð er trúhneigðina að rekja til hins
langvarandi bjargarleysis og hjálparþarfar barnsins. Og þegar
það síðar stendur andspænis hinum miklu öflum lífsins og finn-
ur hversu smátt og vanmegnugt það er, upplifir það hið sama
og í bemsku og reynir að sverja af sér ömurleikann með aftur-
hverfri endurlífgun verndarkraftsins úr bernsku. Vörnin gegn
taugaveiklunarsjúkdómum, sem trúin heitir trúuðum, er auð-
skilin. Hún íjarlægir foreldraduldina, sem bæði sektarkennd
einstaklinga og alls mannkyns er við bundin; en sá sem ekki
trúir verður að glíma við hana einn síns liðs.
í framhaldi af þessu dregur Freud fram ýmsar heimildir, sem sýna trú-
leysi Leonardós. Hann bendir raunar á, að Leonardó hafi orðið að fara
gætilega og hliðra sér hjá að segja skoðun sína berum orðum. En - og ég
vitna í Freud - „í rannsóknum lét hann ekki sköpunarsögu heilagrar
Ritningar afvegaleiða sig hið minnsta. Hann mótmælti því til að mynda,
að Syndaflóðið hafi getað átt sér stað. Og í jarðfræðinni reiknaði hann
með htmdmðum þúsunda ára af sama hikleysi og menn nú á dögum“. Og
Freud vitnar í rissbækur Leonardós: „Um gjörvalla Evrópu gráta stór-
þjóðirnar mann einn, sem dó í Austurlöndum.“ Ekki gætir þarna mikill-
ar virðingar.
Það fer ekki mikið fyrir trúmálaumræðunni hjá Freud á þessum fyrsta
áratug tuttugustu aldar. Að minnsta kosti er það aðeins lítill dropi af því
flóði rita sem frá honum streymdi á þessu tímabili. Engu að síður er í
þessum þremur skrifum að finna þau fjögur aðalþemu í trúarefnum, sem
hann átti efdr að vinna úr síðar: (1) Trúarbrögð era hugarfóstur manns-
ins, sprottin upp í sálarlífi hans af þörf fyrir skýringu á veröld og mann-
lífi. (2) Trúarbrögð em jafngildi taugaveiklunar hjá einstaklingum og jafn
sjúkleg og þar. (3) Trúariðkun er rekin áfram af sektarkennd. (4) Trúin á
rætur í bernsku manns og táknar upphafið samband við föður.
En í raun em þetta allt staðhæfingar án mikils rökstuðnings. Hér
þurfti greinilega að vinna rannsóknarvinnu til að styrkja undirstöðurnar.
Árið 1913 kom út ritdð Tótem og Tabú, fjórar ritgerðir, sem birst höfðu
79