Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Síða 83
SIGMUND FREUD OG TRUARLIFIÐ
upp tii hans sem f}TÍrmyndar og sérhver þeirra hafi óskað sér að mega
raunverulega skipa sæti hans. Því má skilja mannátið sem tilraun til að
tryggja samsömun \áð hann með því að éta hluta af honum, taka hann inn
í Kkama sinn.
Gera má ráð fyrir því að langur tími hafi liðið efdr föðurdrápið, þeg-
ar bræðumir deildu sín á milli um föðurarfinn, sem hver þeirra vildi hafa
einn. En þeir gerðu sér grein fyrir því hversu hættulegt og tilgangslaust
stríð þeirra var og þegar þeir minntust þess hversu þeir höfðu bjargast í
sameiningu og hversu bræðraböndin höfðu styrkst efdr brottreksturinn,
komust þeir loks að samkomulagi sín á milli, eins konar samfélagssátt-
mála. Fyrsta gerð félagslegs skipulags varð til við hvataafsal, viðurkenn-
ingu á gagnkvræmum skuldbindingum, tilkomu ákveðinna stofnana, sem
lýst var yfir að væru óbrigðular (heilagar), það er að segja upphafið að
siðferðiskvarða og réttvísi. Hver og einn lét af ósk sinni um að sölsa
stöðu föður síns undir sig einan og eignast móður sína og systur. Þannig
varð til bannið við sifjaspellum og fyrirskipun um útkvæni. Við það að fað-
irinn var fjarlægður losnaði um drjúgan hluta alræðisvaldsins, sem gekk
þá yfir til kvennanna. Nú kom mæðraveldistímzbil. A þessu tímabili
„bræðralagsins“ var núnningin um föðurinn lifandi. Kröftugt dýr - lík-
lega í fyrstunni dýr, sem menn hræddust - var valið sem föðurstaðgeng-
ill. Slíkt val kann að virðast undarlegt, en hjá frummönnum var ekki sú
aðgreining manns og dýrs, sem seinna varð. Hún er ekki heldur hjá
bömum vorum. Dýrafælni þeirra skilur Freud sem hræðslu við föðurinn.
Hin upprunalega mskautun geðtengsla við föðurinn (tvíátt) hélst full-
komlega gagnvart tótemdýrinu. Annars vegar var litið á tótemið sem
holdlegan föður og vemdarvætt ættbálksins og á hinn bóginn var efht til
hátíðar þar sem tótemið mátti sæta sömu örlögum og frumfaðirinn. Það
var drepið og étið í sameiningu af öllum ættbálknum (tótemmáltíðin
samkvæmt Robertson Smith [1894]). Þessi mikla hátíð var í rauninni sig-
urhátíð í tilefhi af sameiginlegum sigri allra sonanna yfir föðumum.
Og hvar eiga nú trúarbrögðin heima í þessu samhengi, spyr Freud?
Hann telur að líta megi á tótemtrúna - með tignun sinni á föðurstað-
gengli, með tvíáttinni, eins og hún birtist í tótemmáltíðinni, með til-
komu minningarhátíða og með bönnum, sem dauðarefsing lá við, ef út-
af var bmgðið - sem elsta trúarform í sögu mannsins og réttlætanlegt að
tengja hana allt frá upphafi við félagslegt skipulag og siðferðislegar
skuldbindingar. Hann telur vafalaust að trúarbrögðin hafi þróast sam-