Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Page 95
Dagný Kristjánsdóttir
Dóra í meðferð Freuds
Um kvenleikann sem dulvitund sálgreiningarinnar
„Dóra fer í meðferð“
„Dóra“ var nafnið sem Sigmund Freud gaf Idu Bauer, sautján ára austur-
rískri vngismeyju, sem kom til hans í fylgd með Philipp Bauer, föður sín-
um, í október árið 1900.1 Faðir hennar haíði beðið Freud um að taka
hana í meðferð af því að Dóra var veik. Hún þjáðist af hæsi, taugaveikl-
unarhósta og missti röddina alveg eða nær alveg, stundum vikum saman.
Auk þessa stakk hún við á hægra fæti eftir heiftarlegt botnlangabólgukast
1899. Loks hafði hún hótað sjálfsmorði með því að skrifa kveðjubréf sem
hún skildi eftir þar sem foreldrarnir fundu það. Faðir hennar sagði að
hún væri full af mótþróa og uppreisnargirni. Hann bað Freud „að koma
vitinu fyrir hana.“2 Freud ákvað að taka hana í meðferð því að hann sár-
vantaði sjúklinga, bæði af fjárhagslegum og fræðilegum ástæðum.
„Dóra“ er hugtak komið úr grísku og merkir „gjöf.“ Það var eins og
Freud grunaði að þessi unghngsstúlka ætti eftir að verða (hermdar)gjöf
fyrir hann og hina nýju sálgreiningu hans.3 Smám saman fékk hann líka
að heyra allt af létta um Dóru og fjölskyldu hennar.
1 Dóra varð átján ára stuttu síðar en hún var fædd 1. nóvember 1882. Patrick J Ma-
hony, 1996, s. 18.
2 „Please try and bring her to reason." Sigmund Freud, 1977, s. 57.
3 Haruiah S. Decker rekur hinar ýmsu auka- og hliðarmerkingar naíhgiftarinnar í bók
sinni, allar eru þær tvíræðar og sumar fremur óvinsamlegar. Hannah S. Decker,
1991, s. 131-147.
93