Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Page 97
DÓRA í MEÐFERÐ FREUDS
ir Freud tvo drauma sína. Sá íyrri er stuttur, Freud túlkar hann og er í
miðjum klíðum að túlka þann síðari þegar Dóra tilkvrmir honum á gaml-
ársdag að þetta sé í síðasta sinn sem hún komi því að hún ætli að hætta
meðferð. Þegar Freud spyr hvenær hún hafi ákveðið þetta segist hún hafa
gert það fyrir tveimur vikum. Tvær vikur voru lögbundinn uppsagnar-
frestur virmukvenna í Vínarborg. Eftir þessa grófu móðgun gengur Dóra
út frá Freud og kemur ekki aftur.
Sjíikrasagan skrifnd
Fótatak Dóru niður stigaxm í Berggasse 19 var tæpast hljóðnað þegar
Freud settist niður og byrjaði að skrifa sjúkrasögu hennar. Hann skrifaði
mestan hluta textans fyrstu vikurnar í janúar árið 1901 og skrifar Fliess,
vini sínum, ansi ánægður með sig að nú sé hann búinn með ritgerðina
„Draumar og móðursýki“ og hyggist fá hana birta fljótlega í virtu tíma-
riti um geðlæknisfræði eða Monatschrift ftir Psychiatrie und. Neurologie.8
Einhverra hluta vegna ákveður Freud þó að senda ritgerðina fyrst til
tímaritsins Joumal fiir Psychologie und Neurologie en ritstjóri þess, Brod-
mann, endursendi honum greinina með þeim athugasemdum að hún fæli
í sér brot á þagnarskyldu læknis við sjúkhng. Freud lagði greinina þá til
hfiðar og birti hana ekki fyrr en fjórum árum síðar eða árið 1905. Freud
hefur verið illa brugðið við þessa höfntm á höfnun ofan því að hann er í
augljósri sjálfsvörn í aðfararorðum sínum og segir að ef læknar megi ekki
ræða sjúkdómstilfellin sem komi á þeirra borð verði engar vísindalegar
framfarir. Hann getur ekki nógsamlega undirstrikað hve vel hann hafi
gætt nafnleyndar og hve lengi hann hafi beðið með að birta greinina en
tilfellið er að Freud leitaði aldrei samþykkis Dóru eða fjölskyldu hennar
við birtingu sjúkrasögtmnar.9
Greinin sem upphaflega átti að heita „Draumar og móðursýki“ fær
endanlega nafnið „Brot af greiningu á einu tilfelli af móðursýki“. Seglin
hafa verið rifuð mjög og öll sjúkrasagan ber þess merki að höfundurinn
er bæði sár, auðmýktur og verulega reiður. Hann hafði gert sér vonir um
að Dóra léti honum í té upplýsingar sem renndu frekari stoðum undir
8 Sjá Sigmund Freud, 1977, s. 32-33.
9 Það gerði hann hins vegar áður en harm birti sögumar af Litla Hans, Ulfamannin-
um og Rottumanninum. Hann fjallaði hins vegar um útkomna ævisögu dómarans
Screbers.
95