Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Page 98
DAGNY KRISTJANSDOTTIR
kenningar hans um drauma sem lykilinn að kynferði bemskunnar eins og
hann hafði skrifað um í nýútJvominni bókinni Túlkun drauma (Die
Traumdeutung, 1900). Hann hafði verið gagnrýndur fyrir að rökstyðja
kenningar sínar ekki nægjanlega með dæmum og nú átti að bæta úr því.10
Sálgreiningin var tæpast orðin til sem kenrúngakerfi og aðferðafræði,
hún var í mótun og efniviðurinn var hvorki mikill né merkilegur eimþá.
Dóra var öðmvísi en þeir sjúklingar sem Freud hafði áður haft, mjög
greind en ómótuð og frábær „efhhdður".
Sjálfur stóð Freud á krossgötum í margvíslegum slálningi. Samband
hans við besta vin sinn, hinn elskaða og ofmetna Fliess, var orðið all
spennt og tilfinningalega erfitt og Freud fannst hann bæði fagiega og
persónulega einangraður. Freud var 44 ára og Martha kona hans var 39
ára. Þau höfðu eignast sex börn og hjónalífi þeirra var að mestu lokið af
því að þau vom sammála um að eignast ekki fleiri börn, Freud trúði ekki
á þær getnaðarvarnir sem tiltækar voru og að auki virðist sanrband þeirra
hjóna hafa verið orðið ástríðulaust og ekkert framundan nerna upphafia-
ing hvatanna.11 Fjárhagurinn var ekkert sérlega beysimi og hver sjúkling-
ur var dýrmætur. Freud hafði ekki haft geð í sér til að nota þau sambönd
sem hann kynni að hafa til að fá stöðu sem aðstoðarkennari við Háskól-
ann og hann var sannfærður um að þrisvar hefði verið gengið fram hjá
honum í stöðu þar af því að hann var gyðingur. Það var áreiðanlega rétt
til getið.
Fyrstu skrefin í mótun sálgreiningarinnar höfðu verið stigin á síðustu
árum aldarinnar nítjándu, Freud var búinn að birta fjölmargar greinar og
ffækilegust var hin mikla bók Túlkun drauma sem kom út aldamótaárið
1900. Þar setur Freud kerfisbundið fram kenningar sálgreiningarinnar
um það hvernig sálarlífið sé samsett og hvernig það virki og hann lagði
sig að veði í orðsins fyllstu merkingu því að hann sálgreindi sjálfan sig og
notaði eigin drauma og fantasíur sem efnivið. Aldamótaárið var „hans“
ár og hann var orðinn óþolinmóður eftir að uppskera einhverja umbun
erfiðis síns. Það er kannski þess vegna, og vegna þess hve herfilega Dóra
hafði farið með hann, sem hann reynir að ýta tímasetningunni á með-
ferðinni aftur á bak og segir að Dóra hafi komið til sín í október 1899 og
hann hafi skrifað sögu hennar árið 1900. En sá var sem sagt ekki gangur
málsins.
10 Hannah S. Decker, 1991, s. 96-97.
11 Christian Braad Thomsen, 1984, s. 44—45.
96