Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Blaðsíða 103
DÓRA í MEÐFERÐ FREUDS
alveg rótt yfir því hve harkalega hann fer að átján ára stúlkunni og hve
opinskátt hann talar tdð hana því að hann ræðir þetta sérstaklega og
bregst þar við hugsanlegri gagnrýni.22
Dóra er bæði kynferðislega og tilfinningalega milli þess að vera barn
og fullorðin en Freud tekur ekkert tillit til þess. Hann talar á víxl um
hana sem konu (,,Frau“/„Dame“) eða unga stúlku (,,Mádchen“) eða barn
(,,Kind“). Hann fer rangt með aldur hennar alls staðar í texta sínum og
gerir hana ári eldri en hún var þegar þölskylduvinurinn áreitti hana kyn-
ferðislega. Þó að hann tali oft um hana sem barn ætlar hann henni samt
hkamleg viðbrögð og svörun fullþroska konu við elskhuga sínum þegar
herra K. ræðst á hana á skrifstofunni. Og í framhaldi af því eru röksemd-
ir hans um erótískar fantasíur Dóru um munngælur föðurins og Frú K.
svo ósannfærandi að hann sér sig tdlneyddan til að taka eindregna afstöðu
gegn því sem hann talar um sem sjúklegar og ógeðslegar fantasíur og
þrár Dóru.23 Toril Moi24 og Hannah S. Decker25 telja að gagnyfirfærsla
Freuds birti bælda þrá hans sjálfs tál að taka á móti munngælum Dóru í
stað herra K. Mahony26 og Hertz27 telja að bældar samkynhneigðar hvat-
ir Freuds og ást hans á Fhess séu hér að gera vart við sig. Þeir telja að
Freud samsami sig Dóru og þrái dulvitað að fullnægja vini sínum í henn-
ar stað. Kona Fliess var raunar naína „Dóru“ og hét Ida en hún var afar
afbrýðissöm út í samband þeirra Freuds sem var þrungið af tilfinningum
og erótík.28
Kynferði kvenna
Hvorki Freud né aðrir túlkendur sögu Dóru hafa spurt sig hvort hún hafi
ef til vill verið fórnarlamb siþaspella af hálfu föðurins.21' Hún á að hafa
22 Sigmund Freud, 1977, s. 81-86.
23 Sigmund Freud, 1977, s. 86.
24 Toril Moi, 1985, s. 191.
25 Hannah S. Decker, 1991, s. 116-121.
26 Mahony, 1996, s. 22-37.
27 Neil Hertz, 1985, s. 234.
28 Hannah S. Decker, 1991, s. 238.
29 Þegar hér er komið sögu gerði Freud ekki lengur ráð fyrir því að á bak við sálfræði-
legt áfall í bemsku (e. trauma) lægi alltaf sifjaspell eða kynferðisleg misnotkun inn-
an fjölskyldunnar. Til þess vom slíkar „minningar“ alltof algengar hjá sjúklingum
hans. Hann þróaði þá kenningamar um að hið kynferðislega samneyti við foreldrið
væri ímyndun, þráin fylgdi þeim farvegi sem nærtækastur væri. Kenningin um
IOI