Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Page 107
DORAIMEÐFERÐ FREUDS
hjúkrað Philipp og bjargað lífi hans og því eigi hún forgang að þessu lífi.
Hún hvorki hjálpar né styður Dóru út á við þegar hún kærir áreitni þöl-
sktúdmúnarins herra K. heldur tekur sér stöðu með manni sínum, gegn
dótturinni. Kathe er fátæk og ómenntuð og hún getur ekki staðið uppi í
hárinu á manni sínum. Hennar lausn er að þrífa svolítið meira og aðlög-
un er eina úrræðið sem hún sér fyrir dóttur sína. Dóra bæði hatar hana
og elskar og fyrirmynd getur móðirin ekki verið fyrir hana.
Konan sem allir dást að er hins vegar frú K. Hún verður trúnaðarmað-
ur og vinkona Dóru sem virðist vera skotin í henni. I öðrum draumi
Dóru er fantasía um ktmfæri kvenna og Freud dregur strax þá ályktun að
hún vilji dulHtað fara inn í þau en það sé umsnúningur og þýði í raun að
hún vilji að karhnaður fari inn í sig. Hún talar um það hve heilluð hún
hafi verið af „hinum aðdáunarverða hvíta líkama“ frú K. en það er eina
beina fymferðislega vísurún sem Freud fylgir á engan hátt eftír í grein-
ingunni og gerir í raun ekki neitt með fyrr en í athugasemdunum eftir á.
Þar er Freud hins vegar á aðeins íjórum árum kominn merkilega langt
frá upprunalegu greiningunni og hann segir: „A þeim tíma brást ég í því
að segja sjúklingnum frá því að sterkasti dulvitaði undirstraumurinn í sál-
arlífi hennar væri samkynhneigð ást hennar á Frú K. ... áður en ég sá hve
mikilvægt hlutverk samkynhneigðir tilfinningastraumar leika í tauga-
veiklun og geðveiki stóð ég oft ffammi fyrir því að meðferð sjúklinganna
miðaði ekki áffam og ég var fullkomlega ráðlaus.“35
Vár Dóra þá lesbísk? Það gæti vel hugsast. Þó að hún giftist og eign-
aðist einn son var hjónaband hennar mjög óhamingjusagt og það fylgdi
sögu hennar að hún hefði verið „kynköld“. Maður Dóru dó árið 1932 og
seinna á fjórða áratugnum neyddist hún til að flýja heimili sitt vegna þess
að nasistar leituðu hennar og vildu færa hana til yfirheyrslu um hinn
ffæga bróður hennar, sósíahstann Ottó Bauer. Dóra faldi sig þá á heim-
ih frú K. Ottó dó árið 1938, landflótta í París. Þær Dóra og ffú K. áttu
hins vegar eftir að gera það gott. Þó að þeim hafi verið spilað hvorri gegn
annarri á árum áður áttu þær eftir að spila farsællega saman undir lok
millistríðsáranna. Bridge var aðaldellan í Vínarborg á þessum tíma, Dóra
varð bridgekennari og keppti í bridge og fastur mótspilari hennar var
enginn annar en Peppina Zellinka, frú K.36
35 Sigmund Freud, 1977, s. 162.
36 Hannah S. Decker, 1991, s. 175-176.
io5