Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Page 117
VORLEYSINGAR?
ir málefni sín, starfshætti, frambjóðendur og - ekki síst - viðhorf sín til
annarra flokka. Sögulegt hlutverk Samfylkingarinnar felur í sér afnám
sögulegs hlutverks Framsóknarflokksins; forystu fyrir ríkisstjórnum sem
Sjálfstæðisflokkurinn á ekki aðild að. Sambúðarvanda þessara tveggja
flokka mun því á næstu árum fylgja nokkur togstreita og jafhvel átök.
Fiörð gagnrýni Samfylkingarinnar á Sjálfstæðisflokknm og Davíð
Oddsson setti mikinn svip á kosningabaráttuna. Asakanir um ásetning
Baugs um að vdlja múta Davíð Oddssyni, hvildi einnig eins og skuggi yf-
ir allri kosningabaráttunni. Hversu létt Framsóknarflokkurinn slaþp í
þessari kosningabaráttu hefur fengið litla umfjöllun, en þar tel ég að sé
lykillinn að því að flokkurinn hélt sjó og ríkisstjórnin situr áfram.
Frá Borgamesrœðii að bolludegi
Það er nánast lögmál að eftdr langa setu á valdastólum fer hinn pólitíski
stíll ráðamanna - hvemig þeir fara með vald sitt og koma fram í opinber-
um umræðum - að verða eitt af þeim málefhum sem deilt er um. Davíð
Oddsson er þekktur fyrir stórkarlalegar yfirlýsingar, snögg og hnyttm til-
svör og færni í þeirri íslensku samræðulist að enda samræður með því að
þagga niður í viðmælandanum. Islendingar hafa ætíð dáðst að þeim sem
eiga síðasta orðið! Valdsmannleg framkoma Davíðs, sérstaklega þegar
honum mislíkar eitthvað, er öllum ljós. I upphafí ferils síns sem forsætis-
ráðherra var hann einkum gagnrýndur fyrir að hygla vinum sínum - sbr.
hugtakið einkavinavæðing - en á sínu þriðja kjörtímabili hefur hann
einkum verið gagnrýndur fyrir framkomu við andstæðinga sína - t.d. Or-
yrkjabandalag Islands, fyrirtækin Baug og Kaupþing og kaupsýslumann-
inn Jón Olafsson. Einkavæðing Fjárfestingabanka atvinnulífsins var til að
mynda með öðrum hætti en forsætisráðherrann hafði hugsað sér, með
þeim afleiðingum að innblandaðir uppskáru reiði og óvild ráðherrans. I
viðtali við DHþann 5. október 2002 sagði Davíð m.a.:
Eg keirndi einn vetur í Verzlunarskólanum - mér til mikillar
ánægju - og ég reyndi að hafa þægilegt andrúmsloft í bekkjun-
um þar sem ég kenndi. En það voru tveir eða þrír sem kannski
ætluðu að notfæra sér það andrúmsloft til þess að spilla fyrir
öðrum. Þá lamdi ég þá alveg leifturmöggt í hausinn. Ekki að ég
hefði gaman af því heldur vegna þess að þeir voru að skemma