Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Blaðsíða 120
BIRGIR HERALANNSSON
t.a.m. mjög eindregið til þess að ekki aðeins Sjálfstæðisflokkurinn - eða
öflu heldur Davíð Oddsson persónulega - hefði skipt atvinnulífinu upp í
flð. S-hópnum svonefnda var seldur Búnaðarbankinn, en hópurinn er al-
mennt talinn tengdur Framsóknarflokknum; þeim þóknanlegur með
sama hætti og hópar þóknanlegir Davíð OddssyTii. I viðskiptalífinu vakti
salan á Búnaðarbankanum furðu margra, enda kaupendumir tæpast tald-
ir svo loðnir um lófana að þeir hefðu efni á bankakaupum. Hafldór As-
grímsson er ekki síður stjórnh’ndur en Davíð Oddsson, þó að haim fari
betur með það. Munurinn á viðbrögðum Davíðs og Halldórs vnð úr-
skurðum dómstóla sem era þeim ekki að skapi er næsta lítdll. Svona má
áfram lengi telja. Eins og ég mun rekja síðar, slapp Framsóknaidlokkur-
inn alveg við gagnrýni, þrátt fyrir að hafa setið lengur við völd en nokk-
ur annar flokkur síðustu 30 árin. Var ekki full ástæða fitrir Ingibjörgu
Sólrúnu til að ræða þann lýðræðisvanda sem felst í langri valdasetu fram-
sóknar og hlutfallslega of miklu valdi þeirra í íslensku samfélagi? Stór
hluti þjóðarinnar hefði gjarnan vijað hetua eðlilega gagmýiú á meðferð
framsóknarmanna á valdi sínu.
Efdrmálar þessarar ræðu urðu aðrir en lagt var upp með. I stað þess að
slá tón sátta og lýðræðis í íslenskum stjórnmálum, varð ræðan tákn deilna
og harðra árása á Davíð Oddsson. Séð frá þessu sjónarhorni verður ræð-
an að teljast misheppnuð. Samfýlkingin sá sig að lokrnn tilneydda til að
birta ræðuna í heild sinni sem auglýsingu. Pólitískur stífl DaHðs fékk þá
athygli og gagnrýni sem efni stóðu til, þó að gagnrýna inegi Samfidking-
una fyrir að fylgja málinu illa eftir. Samhæfing flokksins og hins nýja for-
sætisráðherraefnis var á þessum tímapunkti ekki betri en svo að flokkur-
inn var ekki við því búinn að Sjálfstæðisflokkurinn væri tekinn í bakaríið
með þessum hætti. Með réttu rná segja að Ingibjörg Sólrún hafi bundið
Davíð Oddsson á bás, hann lék ekld jafn lausum hala og hann er vanur í
kosningabaráttunni. Hins vegar má færa rök fyrir því að Ingibjörg Sól-
rún hafi sjálf beðið nokkum hnekki af ræðunni, m.a. vegna þess að hún
þurfti að útskýra innihaldið og bera af sér sakir um dylgjur. Ræðan dró
vissulega víglínumar í kosningabaráttunni, þó að það sé óvíst hversu
mikil áhrif hún hafði á úrslitin.
„Stóru-bolluna“ mætti kannski kalla eitt undarlegasta mál í stjórn-
málasögu Islands og þó víðar væri leitað. Þetta stórmál verðskuldar tdssu-
lega langa umfjöllun, en hér mun ég einungis setja það í samhengi við
ræðu Ingibjargar Sólrúnar. A bolludaginn, þann 3. mars, ásakaði Davíð
118