Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Page 121
VORLEYSINGAR?
Oddsson forsvarsmenn Baugs fyrir að hafa rætt sín á milli um að bera á
sig fé, hvorki meira né minna en 300 milljónir króna. Hreinn Loftsson,
stjórnarformaður Baugs, tjáði Davíð þetta á fundi sem þeir áttu saman í
London þann 28. janúar 2002. Nokkrum dögum áður, þann 22. janúar
2002, hafði Davíð veist harkalega að Baugi í ræðu á Alþingi og sagt að til
greina kæmi að skipta upp fyrirtælánu. Hreinn Loftsson var einn nánasti
samstarfsmaður Davíðs, fyrsti aðstoðarmaður hans og formaður einka-
væðinganeíndar frá upphafi. Efdr ræðu Davíðs óskaði Hreinn eftir fundi
með honum til að ræða þessar ásakanir og til að segja af sér formennsku
í einkavæðinganefnd. Lundúnarfundurinn komst í hámæli með ítarlegri
ffétt í Fréttablaðinn þann 1. mars 2003, þar sem vitnað var í fundargerðir
stjórnar Baugs og tölvupóst Hreins til yfirmanna fyrirtækisins, en eftir
fundinn óttaðist Hreinn mjög aðför stjórnvalda - lögreglu, skattayfir-
valda, samkeppnisyfirvalda - að fyrirtækinu. Sérstaklega eldfimur var sá
hluti fféttarinnar að Davíð hefði nefnt fyrirtækið Nordica og forráða-
mann þess Jón Gerald - eða „Gerhard“ eins og Davíð á að hafa kallað
hann - Sullenberger, en kæra af hans hálfu leiddi til þess að lögreglan
gerði húsrannsókn hjá Baugi í ágúst 2002. Davíð hafði fullyrt, í tengslum
við Borganesræðu Ingibjargar Sólrúnar, að hann hefði aldrei heyrt á
hann minnst fyrr en við húsrannsóknina hjá Baugi (sbr. Fréttablaðið 1.
mars).
Abolludaginn ásakaði Davíð einnig Ingibjörgu Sólrúnu fyrir spillingu
í sambandi við kaup borgarinnar á Stjörnubíói af Jóni Olafssyni. Davíð
gaf í skyn að hér hefði ekki aðeins verið rætt um að kaupa sér pólitíska
velvild - eins og í tilfelli Baugs - heldur hafi það verið beinlínis gert. Jón
Ólafsson hefði greitt kosningabaráttu Reykjavíkurlistans og borgin í
staðinn keypt Stjörnubíó. Sjálfstæðismenn tóku málið upp í borgarstjórn
Reykjavíkur á svipuðum forsendum og gagnrýndu R-listann fyrir spill-
ingu og brigsluðu um mútuþægni. I DVviðtali þann 4. mars segir Dav-
íð sig ekki vera aðdáanda „þess sem ég kalla guðlausan kapítalisma sem
sér ekkert nema græðgi.“ A bolludaginn var honum tíðrætt um óskil-
greind öfli í samfélaginu sem hann hafi staðið upp í hárinu á og vilji
„þessi öfl“ því koma honum frá völdum og fá aðra valdamenn sem betur
fari í vasa. I Kastljósinu að kvöldi bolludagsins áttu sér eftírfarandi orða-
skipti sér stað á milli umsjónamanna Kastljóssins og Davíðs:
Sigmar Guðmundsson: En ertu þá að segja að það séu einhver