Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Page 122
BIRGIR HERMANNSS ON
bein tengsl á milli Samfylkingar, Baugs og Fréttablaðsins og allt
þetta kralli saman einhvern veginn gegn þér og þinni ríkis-
stjórn, þínum flokki?
Davíð Oddsson: Eg horfi nú bara á þetta svona eins og lesandi
og svona úr fjarlægð eins og þið getið gert. Og mér finnst eins
og ég sagði í morgun alveg augljóst að þessi öfl, þeim er mikið
í mun að koma mér í burtu, koma mér frá og reyna heldur að
koma sér upp stjórnmálamönnum hér sem fara eins og ég sagði
þægilegar í vasa heldur en ég geri.
Sigmar: Þarftu ekki að sanna þetta með einhverjum hætti ...
Davíð Oddsson: Nei, ég þarf ekki að sanna þetta, þetta liggur
svo beint fyrir. Þú þarft bara að horfa á Stöð 2 og þú skalt bara
lesa Fréttablaðið.
Kristján Kristjánsson: En þú segir hérna, fara þægilegar í
vasa. Ertu að gefa í skyn að það sé hægt að kaupa þá forsvars-
menn Samfylkingarinnar með peningum, eða hvað ertu að gefa
í skyn?
Davíð Oddsson: Það eina sem ég segi og ég vek athygli á að
það era ekki margir stjórnmálamenn aðrir sem hafa staðið uppi
í hárinu á þessum öflum hér. Og það er allt gert til þess að
sverta mannorð mitt. Þú sérð hvernig Fréttablaðið var notað.
Þetta liggur allt fyrir. Þannig að ég þarf ekki að sanna neitt í
þeirn efnum, þetta liggur bara fyrir.
Forsvarsmenn hins „guðlausa kapítalisma,“ Jón Ólafsson og Baugsfeðg-
ar - ásamt fleirri öflum kannski - era því samkvæmt Davíð í „samsæri“
gegn honum og hans flokki. Það vekur óneitanlega nokkra athygli að
Davíð útskýrir ekki hvað hann á við þegar hann segir „að það eru ekki
margir stjórnmálamenn aðrir sem hafa staðið uppí hárinu á þessum öfl-
um hér.“ Hver era þessi öfl og hvaða þörf var á því að standa uppí hár-
inu á þeim? Af hverju stóð hann einn í þessu?
Flesta setti þögla við þessa uppákomu. Yfirlýsingar Davíðs komu sjálf-
stæðismönnum í opna skjöldu, enda virðist fáa hafa rennt í gran hvaða
stormur væri í aðsigi. Samfylkingin taldi best að þegja þar sem hér væri í
raun réttri um innanflokksdeilur í Sjálfstæðisflokknum að ræða. I það
heila virðist þetta mál sýna hversu framstæð íslensk stjórnmál era og fjöl-
miðlar vanbúnir til að sinna því hlutverki sínu að kanna mál niður í kjöl-
120