Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Page 123
VORLEYSINGAR?
inn ef þurfa þykir. í stað þess að þetta mál fengi vitlega umfjöllun fór hér
fram kosningabarátta þar sem enginn sá sér hag í því að ræða þetta stór-
mál, en samt lá það eins og mara yfir allri kosningabaráttunni. Flokkarnir
vildu helst þegja um þetta mál og ef Framsóknarflokkurinn og Vinstri
grænir tóku það upp, var það á þeim forsendum að spyrða saman Davíð
og Ingbjörgu Sólrúnu í foraði persónulegra árása og ómálefnalegrar um-
ræðu. Þetta sjónarmið er skiljanlegt í upphafi kosningabaráttu, en telst
ekki málefnaleg umræða um alvarlegt mál. Sjálfstæðismenn töldu Ingi-
björgu Sólrúnu hafa gefið út veiðileyfi á Davíð með Borgarnesræðu
sinni; hamagangurinn væri í raun að hennar undirlagi (sbr. grein Björns
Bjamasonar „Veiðileyfið frá Borgarnesi“ Mbl. 8/3 2003). Sjálfstæðis-
menn gátu hins vegar aldrei bent á tengslin á milli Ingibjargar Sólrúnar
og fondar Davíðs og eins nánasta trúnaðarmanns hans í London einu ári
áður en ræðan var haldin í Borgamesi.
Enginn vafi er á því að orðstír Davíðs skaðaðist á þessu máli og þegar
ferill hans sem forsætisráðherra verður gerður upp mun það án efa vekja
furðu manna að persónulegar deilur og óvild af þessu taginu skyldu ná
þessum pólitísku hæðum. En það er einmitt gallinn við langa valdasetu -
og ástæðan fyrir því að hún er víða bönnuð með lögum - að embættin
verða of háð persónulegum duttlungum, vináttu eða óvild þess sem
embættinu gegnir. „Stóra-bollan“ bendir til þess að Davíð hafi verið
kominn út í hom eftir gagnrýni Ingibjargar Sólrúnar í Borgamesi og því
hafi hnmvm verið nauðugur einn kosturinn að þyrla upp moldviðri til að
þagga niður í gagnrýni og lækka rostann í Fréttablaðinu og Stöð 2.1 Með
„stóru-bollunni“ tók Davíð mikla áhættu. Hvort áhættan var þess virði er
erfitt að meta. Vissulega íylgdi þögn í kjölfarið og markmiðinu þar með
náð. Hins vegar undirstrikaði „stóra-bollan“ þá gagnrýni á pólitískan stíl
Davíðs sem Borgamesræða Ingibjargar Sólrúnar var dæmi um og gæti
1 I „Reykjavíkurbréfi. Laugardaginn 29. mars“, var m.a. fjallað um eignarhaldið á
Fréttablaðinu: „Hins vegar hefur því jafnframt verið haldið fram, að hverjir svo sem
eigendur þess kunni að vera hafi þeir ákveðið að beita blaðinu gegn Sjálfstæðis-
flokknum og þá sérstaklega formanni Sjálfstæðisflokksins. Hafi sú verið raunin fer
tæpast á milli mála, að dregið hefur úr þeirri viðleitni vikumar eftir þá nánast kjarn-
orkusprengju, sem varð vegna þeirra ummæla Davíðs Oddssonar fýrir nokkru að
gerð hafði verið tifraun til þess að af hálfu forráðamanna Baugs Group að bera á sig
fé.“ (Mbl. 30. mars 2003). Fréttablaðið var að mörgu leyti í erfiðri stöðu í þessu máli
þar sem eigendur blaðsins voru ekki gefnir upp, en í umræðum manna á meðal og í
fjölmiðum var gengið út frá þvf að eigendumir væm Jón Asgeir Jóhannesson og
fleiri (eins og kom á daginn).