Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Page 125
VORLEYSINGAR?
oftar en hún heppnast. Stjórnmálaflokkar eru ekki fyrirtæki, en það
breytir ekki því að gamlir draumar um samfylkingu ólíkra stjórnmála-
flokka eru eins líklegir til að misheppnast og að takast vel. 70 ára átaka-
sögu er ekki hægt að eyða. Draumarnir voru um samfylkingu - en sam-
fylkingu um hvað? Hér stóð hnífurinn í kúnni. Atökin höfðu ekki verið
að tilefnislausu og til þess að geta sameinast í kosningum þurfti rót átak-
anna að hverfa.
Ef tilvist Sovétríkjanna var upphafleg ástæða klofnings vinstri manna,
þá voru endalok þeirra tákn um að nýir tímar væru runnir upp. En meira
þurfti til. Innanflokksdeilur í Alþýðuflokknum og Alþýðubandalaginu
særðu innviði þessarra flokka og veiktu þá. Mikil innanflokksátök höfðu
einkennt Alþýðubandalagið um langt árabil og átök innan Alþýðuflokks-
ins leiddu til þess að Jóhanna Sigurðardóttir yfirgaf flokkinn og stofnaði
Þjóðvaka fjnir kosningarnar 1995. Frá því að Jón Baldvin Hannibalsson
tók við völdum í Alþýðuflokknum árið 1984 hafði hið hugmyndafræði-
lega frumkvæði verið Alþýðuflokksins með skýrum kröfum um markaðs-
væðingu og opnun efnahagshfsins. Heila kynslóð Alþýðuflokksmanna
hafði dreymt um nýja umbótastjórn með Sjálfstæðisflokknum og gengu
með þá viðreisnarglýju í augunum inn í ríkisstjórnina 1991. Þrátt fyrir
EES samninginn og allgóðan árangur ríkisstjórnarinnar í efnahagsmál-
um, þá voru mikil vonbrigði með ríkisstjómina. I raun má segja að þar
hafi vonbrigði væntinganna verið á ferðinni frekar en vonbrigði með ár-
angur. Davíð Oddsson reyndist ekki sá umbótamaður sem vonast var eft-
ir; Sjálfstæðisflokkurinn ekki sá flokkur sem menn héldu að hann væri.
Við getum því sagt að hugmyndafræðilegt skipbrot Alþýðubandalagsins,
deilur innan Alþýðuflokksins og vonbrigði með ríkisstjórnina 1991 - 95,
hafi verið forsendur fyrir tilurð Samfylkingarinnar.
Kvennalistinn var stofnaður sem andóf gegn flokkakerfinu; þar á bæ
vom engir draumar um samfylkingu vinstri manna eða nýtt valdaafl gegn
Sjálfstæðisflokknum. Kvennasamstaða, femínismi og ný vinnubrögð í
stjómmálum vom boðaskapur listans. Ahrif Kvennalistans á pólitíska
umræðu vom mikil, en sinn stærsta sigur vann hann við stofnun Reykja-
víkurlistans, þegar Kvennalistinn fékk borgarfulltrúa til jafns á við gömlu
flokkanna og borgarstjórann í kaupbæti. Þegar kom fram á kjörtímabilið
1995 - 99 var hins vegar ljóst að Kvennalistinn var lúinn og vilji var fyr-
ir því - ekki síst í ljósi Reykjavíkurlistans - að reyna nýjar leiðir í stjórn-
málum.
I23