Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Page 126
BIRGIR HERMANNSSON
Þ-að er því ljóst að um langt skeið hefur verið þörf fyrir uppstokkun og
endurskipulagningu á „vinstri væng“ stjórnmálanna. Þessi endurskipu-
lagning gat átt sér stað með ólíkmn hætti, en meðal forystumanna flokk-
anna var máttur gamla draumsins um samfylkingu sterkur. Hjá yngra
fólki var spurningin kannski önnur; var hægt að mynda starfhæfan flokk
í takt við nútímann? Akveðið var að mynda kosningabandalag fyrir
kosningarnar 1999, þar sem allri stjórnarandstöðmmi yvði fylkt saman
gegn sterkri stöðu ríkisstjórnarinnar. Þetta mistókst: hluti Alþýðubanda-
lagsins klauf sig út á síðustu stmtdu og bauð fram sér midir forystu Stein-
gríms J. Sigfússonar. Draumurinn um sameiningu vinstri manna varð að
engu, en uppstokkun á vinstri vængnum varð samt að raunveruleika.
Þrátt fyrir að niðurstaða kosninganna væri fjórflokkakerfi með Frjáls-
lynda flokkimi sem fimmta hjólið líkt og Kvennalistinn áður, þá var
vinstri kanturinn betur í stakk búinn til að mynda heildstæða flokka með
stefnu sem kjósendur treystu fyrir landstjórnimii. Ef við lítum til ná-
grannalandanna þá má segja að draumurinn um samfylkingu hafi ætíð
verið óraunsær, skoðanir vinstri manna era einfaldlega svo iimbyrðis
ólíkar að þörf er á tveimur flokkum svo vel fari.
Kosningabandalagið 1999 var einungis fyrsta skrefið á þessari braut,
enda galt Samfylkingin afhroð. Hvað sem segja má um stefnu Samfylk-
ingarinnar 1999 - að svo miklu leyti sem yfir höfuð er hægt að tala um
heildstæða stefnu - þá mátu kjósendur stefnuna sem of langt til vinstri.2
Samfylkingin og Vinstri grænir samanlagt fengu færri atkvæði en forver-
ar þeirra samanlagt í kosningunum 1995. Vinstri grænir unnu góðan sig-
ur 1999 og kornu nokkuð heilsteyptur flokkur út úr endurskipulagning-
unni. Gengi Vinstri grænna var því gott í skoðanakönnunum allt
kjörtímabilið, á meðan Samfylkingin var upptekin við að breyta sér úr
kosningabandalagi í stjórnmálaflokk og endurskoða stefiiumál sín.
Þessi uppstokkun flokkakerfisins hefur haft þær afleiðingar að varla
hefur verið nein stjórnarandstaða að ráði fi'á kosningunum 1995. Vissu-
lega hefur hart verið tekist á um einstök mál og athafnir ríkisstjórnarinn-
ar, en síðan 1995 hefur stjórnarandstaðan ekki boðið sé upp á heildstæð-
an valkost eða trúverðuga forystu í landsmálum. Hún hefur verið
upptekin við innréttingar á eigin heimili og rétt náð að hrópa út um
gluggann öðra hvoru. Þetta á einkum við um Samfylkinguna, en ef vel á
2 Gunnar Helgi Kristínsson og Olafur Harðarson benda á þetta í grein sinni „The
1999 Parliamentary Elections Iceland“ Electoral Studies 20 (2001), 305-339.
124