Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Page 128
BIRGIR HERMANNSSON
breyta þannig hinu pólitíska landslagi í landinu. „Vinstri stjórnir“ tuttug-
ustu aldarinnar eiga að heyra sögunni til. Framsóknarmenn telja sig hins
vegar réttborna til stjórnarforystu og setja það sem „aðalmarkmið flokks-
ins.“ Hvernig hefur Samfylkingin brugðist við þessu? Stefnuleysi er Kk-
lega besta lýsingin á viðbrögðum Samfylkingarinnar. Ewópusteftta Hall-
dórs Asgrímssonar, auk beinna og óbeinna vísbendinga um að
Framsóknarflokkurinn væri ekki andsnúinn - jaínvel fullur áhuga á -
samvinnu við Samfylkinguna, hafa gert margt samfylkingarfólk vongott
unt samstarf \dð Framsóknarflokkinn. Einna helst ætti að lokka ftram-
sóknarmenn til samstarfs með því að gera Halldór að forsætisráðherra.
Samfylkingin hefur því stillt gagnrýni sinni á Framsóknarflokkinn í hóf.
Ossur Skarphéðinsson gagnrýndi árangur framsóknarmanna í heil-
brigðismálum á flokksstjórnarfundi í ágúst 2002, við litla hriftúngu
Framsóknarflokksins. Lítið heyrðist af þeirri gagnrýni fram að kosn-
ingum. Össur hefur bæði talið Framsóknarflokkinn nálægt Samfylking-
unni í skoðunum og gagnrýnt flokkinn fyrir undirlægjuhátt við
Sjálfstæðisflokkinn. A stundum hefur samfylkingarfólk gert Framsóknar-
flokkinn að fórnarlambi í samstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn. „Fram-
sóknarflokknum hefur hugnast það vel“ sagði Össur í viðtali við DV, „að
vera eins konar hjálpartæki Sjálfstæðisflokksins, vera kúgaður þar og
auðmýktur í samskiptum, stundum daglega“ (DV, 14/9 2002). Aleð þessu
er Framsóknarflokkurinn að nokkru firrtur ábyrgð á stefnu ríkisstjórnar-
innar og hinni hörðu gagnrýni beint að Sjálfstæðisflokknum. Fram-
sóknarflokkurinn er einna helst gagnrýndur fyrir að standa ekki beinn í
baki. Sjálfstæðismenn hafa einnig talið Framsóknarflokkinn standa sér
nærri, fræg eru þau ummæli Haimesar Hólmsteins Gissurarsonar að
sameina ætti Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokldim.
Raunsætt mat á ríkisstjórnarsamstarfi Halldórs og Davíðs hefði átt að
leiða til þeirrar niðurstöðu að ríldsstjórnin héldi áfram svo lengi hún
hefði meirihluta - sérstaklega ef Framsóknarflokkurinn héldi sjó í kosn-
ingum. Um nær öll mál ná flokkarnir saman næsta auðveldlega og sam-
starf þeirra Davíðs og Halldórs er náið, jafnvel svo náið að stundum er
engu líkara en að í stærri málum komi þeir tveir sér saman um heppilega
niðurstöðu og láti svo boð út ganga til flokksmanna. Sem dæmi um þetta
má taka lýsingu Davíðs á því hvernig ákvarðanir voru teknar um stór-
felldar vegaframkvæmdir í febrúar 2002, en á Alþingi lét hann svo um-
mælt:
126