Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Page 129
VORLEYSINGAR?
Ég tel að þetta hafi verið hinn skynsamlegi tími, eins og
utnanrrh. hefur bent á í samtölum, og það var með það í huga
sem við tveir imnwn þetta mál, aðallega við sjálfir og með hjálp
vegamálastjóra reyndar, til þess að nýta þá fjármuni sem við
gátum leyst úr læðingi. Við höfinn alltaf sagt að fjármunir sem
við leysum út læðingi vegna seldra eigna eigi að nota í þeim til-
gangi nákvæmlega sem hér er gert. (12. feb. 2003, Alþingistíð-
indi, iimræðnr, 3337; leturbreyting B.H.)
Davíð og Halldór unnu þetta mál sem sagt tveir einir og í krafti sterkrar
stöðu sinnar keyrðu þeir það í gegn. Akvörðunin um stuðning Islands við
stríðið í Irak virðist hafa verið tekin með svipuðum hætti. Er líklegt að
Halldór hyrfi frá þessum dansi ótilneyddur? Samfylkingin hefði getað
spurt sig: Hver er munurinn á Framsóknarflokknum og Sjálfstæðis-
flokknum? Varla mikill. Væri þjóðin þreytt á valdapólitík Sjálfstæðis-
flokksins, skyldi hún þá ekki Kka vera orðin þreytt á Framsóknarflokkn-
um? Að undanskildum árunum 1991 - 95 hefur flokkurinn setið
stanslaust í ríkisstjómum frá árinu 1971. Halldór Asgrímsson hefur -
með sama hléi - verið ráðherra síðan 1983. Ef þetta skapar ekki valda-
þreytu, hvað þá?
I kosningabaráttunni slapp Framsóknarflokkurinn að mestu við
gagnrýni. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir minntist ekki einu orði á flokkinn
í Borgamesræðum sínum. Það var helst að Samfýlkingin gagnrýndi
Framsóknarflokkinn vegna stuðnings íslands við stríðið í írak, en því nær
kosningum sem leið því minna máli skiptd Íraksstríðið. Víglína Vinstri
grænna og Framsóknarflokksins var ljós löngu áður en kosningabaráttan
hófst og hún bætti engu nýju við. Það er mjög fróðlegt að bera saman
harðar árásir Samfylkingarinnar og Frjálslynda flokksins á Sjálfstæðis-
flokkirm og hversu mjúkum höndum farið var um ffamsóknarmenn.
Raunsætt mat á málefhum og niðurstöður kosninganna benda eindregið
til að þetta hafi verið alvarleg mistök.
Vinstri stjórn i
Hverjir mynda eiga ríkisstjóm að kosningum loknum er eitt af þeim mál-
efnum sem tekist er á um í kosningum. I þessari kosningabaráttu var
hefðbundið mynstur í gangi; niðurstaða kosninganna og málefnin ættu
I27