Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Side 130
BIRGIR HERMANNSSON
að ráða myndun ríkisstjórnar. Flokkarnir komu sér hjá því að ræða þetta
málefhi af hreinskilni. Það var þó nokkuð ljóst að bæði Sjálfstæðisflokk-
ur og Samfylking vildu fyrir alla muni fá Framsóknarflokkinn með í rík-
isstjórn, helst einan sér eða mögulega með öðrum einnig. Sjálfstæðis-
flokkurinn nær útilokaði þriggja flokka stjórn, enda væru slíkar stjórnir
óstöðugar og ófærar til að takast á við verkefni sitt. Þegar skoðanakann-
anir í apríl sýndu að ríkisstjórnin væri fallin, tók Davíð Oddsson upp á
því að mynda nlásstjórn fyrir aðra flokka en sinn eigin: eðlilegast væri að
stjórnarandstaðan tæki \nð þar sem ríkisstjórnin væri fallin. Sjálfstæðis-
flokkurinn [og Morgimblaðið áttuðu sig á því að „stöðugleiki“ - þetta mikla
töfraorð íslenskra stjórnmála - væri að nokkru tengt við ríkisstjórnir í
hugum fólks. Hvernig Samfylkingin brást Hð þessu, m.a. í deilum uni
sögutúlkanir við Morgunblaðið, er athyglisvert.
Þann 16. apríl skrifaði Morgunblaðið leiðara með fyrirsögninni „Póli-
tísk óvissa“ og lagði út frá þeim orðum Davíðs að eðlilegast væri að
stjórnarandstaðan tæki við stjórnartaumunum. „Talsmenn Samfylkingar-
innar hafa af einhverjum ástæðum ekki tekið slíkum ábendingum fagn-
andi“ Vel má vera, segir blaðið, að ástæðan sé tvíþætt: Samfylkingin
þekki Vinstri græna og treysti ekki Frjálslynda flokknum. „Viðurkenna
verður að reynslan af þriggja flokka ríkisstjórnum á Islandi er ekki góð
...“ segir blaðið og dregur upp andstæðuna: „Því verður ekki á móti mælt
að þær tveggja flokka ríkisstjórnir, sem setið hafa síðustu tólf ár, hafa
tryggt pólitískan stöðugleika auk margs annars.“ Lögð er áhersla á stað-
reyndir málsins með orðunum „viðurkenna verður“ og „ekki á móti
mælt“ - enda hafa engar tveggja flokka ríkisstjórnir verið myndaðar frá
stofnun lýðveldisins þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er ekki þátttakandi.
„Það sem af er hafa umræður í kosningabaráttunni snúizt um skattamál,
sjávarútvegsmál og velferðarmál. En kannski er kosningabaráttan að þró-
ast á þann veg, að kjarni hennar snúizt um það, hvort við taki tímabil
pólitískrar óvissu, sem gæti leitt til efnahagslegs uppnáms ef illa færi.“
Sama dag og fyrrnefndur leiðari birtist, skrifaði Steingrímur Sigur-
geirsson blaðamaður fréttaskýringu um stjórnarmyndun („Hvaða stjórn
er í spilunum?“). Þó að blaðið birti greinina sem fréttaskýringu, er hún
meira í ætt við persónulegar vangaveltur höfundarins. „Sem stendur er
óvíst hvort núverandi stjórnarflokkar, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknar-
flokkur nái að halda þingmeirihluta sínum. Af yfirlýsingum leiðtoga
flokkanna má ráða að þeir hafa fullan hug á að halda stjórnarsamstarfinu