Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Síða 131
VORLEYSINGAR?
áfram." í þessu hafði Steingrímur rétt hrir sér, þó að orðalagið „má
ráða“ bendi til þess að lesa þyrfri þennan „hug“ á milh línanna. „I raun
má segja að einungis Ureir kostir séu í stöðunni. Ef Framsóknarflokkur-
inn eykur fylgi sitt það mikið að hann treysti sér í ríkisstjórn eru líkur á
að núverandi stjómarmynstur haldi áfram. Ef ekki, virðast fáir aðrir kost-
ir í stöðunni en samstjóm Samfyikingar, Vinstri grænna og Frjálslynda
flokksins.“ Obreytt ástand eða stjóniarandstaðan tæki við var boðskapurinn.
Shk niðurstaða var kannski eðlileg í leiðara, en hvernig Steingrímur
komst að þessari niðurstöðu í „fréttaskýringu“ vekur upp ýmsar spum-
ingar. Með greininni vom myndir af þeim Ingibjörgu Sólrúnu Gísladótt-
ur, Steingrími J. Sigfússyni og Sverri Hermannssyni sem forsætis-, fjár-
mála- og utanríldsráherraefiium nýrrar ríkisstjórnar. Aftur má spyrja að
því hvemig honum tókst að gera Sverri Hermannsson að utanrík-
isráðherra: var einhver flugufótur fýrir þessu? „Auðvitað em vangaveltur
sem þessar settar fram til gamans. [...] Hjá því verður hins vegar ekki ht-
ið að eins og staðan er í dag gæti eitthvað í þessum dúr verið líklegasta
niðurstaðan að loknum kosningum“
Samfylkingarfólki var ekki skemmt. Asgeir Friðgeirsson svaraði með
greininni ,JVIorgimblaðið myndar ríkisstjóm í örvinglan“ (Mbl. 22/4).
„Feiðari Morgunblaðsins og umrædd fréttaskýring er liður í hræðsluáróðri
Sjálfstæðisflokksins og Morgunblaðsins sem boðar að ef almenningur snýr
baki við valdaflokkunum bíði pólitísk óöld.“ Asgeir bendír á að stjórnar-
andstaða tekur vanalega ekki við af stjórninni og að í yfir 30 ár hefur
ávallt verið mynduð stjórn með blöndu stjórnarandstöðu og stjómar.
Engum dettur í hug, bætti hann síðan við fullur vandlætingar, að gera
Sverri Hermannsson að ráðherra.
Þann 28. apríl tekur blaðið aftur upp efnið í leiðara og vekur athygli á
því að Ingibjörg Sólrún hafi ekki tekið því fagnandi þegar Davíð mynd-
aði ríkisstjóm fyrir hönd stjómarandstöðunnar. Kannski gerir Samfylk-
ingin það vegna þess að það fæhr frá kjósendur. „Hins vegar breytir það
engu um hinn póhtíska veruleika, þótt Samfylkingin vilji ekki horfast í
augu við hann. Fengin reynsla sýnir, að yfirgnæfandi líkur em á, að tapi
núverandi stjórnarflokkar meirihlutanum, yrði slík þriggja flokka stjórn
mynduð.“ Aftur er Asgeir Friðgeirsson til andsvara {Mbl. 30. apríl) og
bendir á „að allt frá stofnun lýðveldisins hefur ekki verið mynduð meiri-
hlutastjóm án þátttöku annaðhvort Sjálfstæðisflokksins eða Framsóknar-
flokksins. Hvers vegna kýs Morgunblaðið að horfa nú framhjá þeirri
1 -9