Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Page 135
Shoshana Felman
Handan Ödipusar
Dæmisaga sálgreiningarinnar
Shoshana Felman er prófessor við Yale háskóla þar sem hún kennir
írönsku og bókmenntafræði, en haustið 2004 tekur hún við prófessors-
stöðu við Emor)' háskóla. Hún lagði stund á nám í Jerúsalem, Frakklandi
og S\úss og vöktu bækur hennar Jacques Lacan and the Adventure oflnsight:
Psychoanalysis in Contemporary Culture (1987) og What Does a Woman
Want? Reading and Sexual Dijference (1993) mikla athygli. Felman er
þekkt fyrir að beita kenningum frá ólíkum fræðasviðum á bókmenntir, s.s.
úr sálgreiningu, heimspeki, málvísindum, femínisma, leiklistarfræði og
lögfræði. Meðal annarra verka hennar má neíha Writing and Madness: Lit-
erature, Philosophy, Psychoanalysis (1985), Literature and Psychoanalysis: The
Question ofReading: Otherwise (1982) og The Juridical Unconscious: Trials
and Traumas in the Twentieth Century (2002).
Fyrstu verk Felman eru á sviði sálgreiningar, sér í lagi hefur hún lagt
mikið af mörkum við að kynna hugmyndir franska sálgreinandans Jacqu-
es Lacan. „Handan Odipusar: Dæmisaga sálgreiningarinnar“ er líklega
þekktasta framlag Felman á þessu sviði. Greinin birtist fyrst árið 1983 í
greinasafninu Lacan and Narration: The Psychoanalytic Difference in
Narrative Theory sem Robert Con Davis ritstýrði og síðan sem kafli í bók
Felman, Jacques Lacan and the Adventure oflnsight. Felman endurskoðaði
greinina síðar og stytti fyrir útgáfu í safnritinu Psychoanalytic Literary
Criticism (1994), en ritstjóri þess er Maud Ellmann. Það er í þeirri mynd
sem greinin birtist hér í íslenskri þýðingu.
í „Handan Ödipusar“ þallar Felman um endurskoðun Lacans á
x33