Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Page 138
SHOSHANA FELMAN
I. Hvaö er lykilfrásögn?
„Við eram alltaf að segja sögur af sjálfum okkur“, skrifar Roy Schafer í
grein sem gefur glögglega til kynna samband - og mismun - sálgreining-
ar og ffásagnar:1 Sambandið milb þeirrar daglegu athafnar (þarfar) að
segja sögur og frásagnarreynslunnar sem lögð er að veði í verklegri sál-
greiningu:2
Við segjum í sífellu sögur af okkur sjálfum. Þegar við segjum
öðmm þessar sögur ... má halda því fram að við ffamkvæmum
einfalda frásagnarathöfh. Ef \áð höldum því fram að við segj-
um einnig sjálfiim okkur sögurnar, felmn túð eina sögu í annarri
... Samkvæmt þessu frðhorfi er sjálfið tjáning ...
Auk þess eram frð stöðugt að segja sögur af öðram ... við bú-
um til frásagnir af öðram rétt eins og við segjum sögur af okk-
ur sjálfum ... Af þessu leiðir að það er tvöföld frásögn að segja
„öðrum“ sögur af „okkur sjálfum“.
Oft era sögumar sem við segjum af okkur sjálfum lífssögu-
legar eða sjálfsævisögulegar; við sviðsetjmn þær í fortíðinni. Til
dæmis gæturn \dð sagt, „þar til ég varð fimmtán ára, var ég stolt
af föður mínum“, eða „ég átti hræðilega erfiða æsku“. Þessar
sögur era sagðar í nútímanum. Sama væri hægt að segja um
sögur sem við eignum öðram. Við breytum ýmsu í þessum sög-
um af sjálfum okkur og öðram þegar við breytum, hvort sem
það er á betri eða verri veg, spurningunum sem spurðar era eða
gefnar til kynna og sögurnar veita svar við. Greina má þroska
einstaklingsins með því að skoða hvernig spurningarnar sem
honum finnst mikilvægt eða nauðsynlegt að svara breytast.
Greining á persónuleika lýtur að þroskaferli einstakliiigsins og
sem slík breytir hún þeim lykilspurningum sem einstaklingur-
1 [Þýð.] Grein þessi birtist fyrst í lengri gerð í Lacan and Nmration: The Psychoanalyt-
ic Difference in Nairative Theory. Ritstj. Robert Con Davis. Baltimore: Johns Hopk-
ins University Press, 1983 (s. 1021-35, 1040-45, 1049-53). Endurskoðuð útgáfa
greinarinnar birtist í Psychoanalytic Literaiy Criticism. Ritstj. Maud Ellmann. Lond-
on/New York: Longman, 1994, s. 76-102. Þýðing mín er unnin eftir henni.
2 Þessi grein er hluti af kafla í bók minni, Jacques Lacan and the Adventure oflnsight:
Psychoanalysis in Contemporasy Culture. Cambridge, Mass.: Harvard University Press,
1987.
136