Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Page 139
HANDAN ÖDIPUSAR: DÆMISAGA SÁLGREININGARINNAR
inn telur veigamiklar í lífssögu sinni og lífi þeirra sem skipta
haxrn máli.3
Freud breytti, svo sannarlega, skilningi okkar á þeim meginspumingum
sem búa að bald í sögum sjúklinga hans. Sálgreiningin mótaðist samt sem
áður ekki aðeins vegna þarfar sjúklinganna fyrir að segja sögur sínar, eða
vegna þess að Freud breytti grundvallarspurningunum sem sjúkrafrásagn-
imar hverfast um, heldur vegna þess að Freud umbreytti fordæmislaust
frásögn í kenningu. Freud umbreytti ekki aðeins spumingum sögtmnar
heldur einnig stöðu frásagnarinnar. Hann gaf sérkennileika frásagnarinnar
fræðilegt gildi og tengdi hana þannig viðurkenndu valdi. Af þessu má sjá
að Freud kunni að segja sögur, kunni að segja sögur um aðra og kunni að
segja öðrum sögur af sjálfum sér. Sá hæfileiki er nú hluti af sögunni.
Kæri Wilhelm,
Sjálfsgreining mfri er mikilvægasta tæki mitt og ég vænti þess
að hún muni koma að mjög góðum notum þegar henni lýkur
... Komi greiningin til með að fara eins og ég býst við, mun ég
skrifa hana niður kerfisbundið og kynna þér niðurstöðurnar.
Eins og er hef ég í raun ekki uppgötvað neitt nýtt, aðeins sömu
gömlu flækjumar ... Eg hef aðeins fengið eina hugmynd sem
hefur almenna skfrskotun. Eg hef einnig fundið til ástar á móð-
urinni og afbrýðisemi í garð föðurins og trúi því nú að hér sé á
ferðinni almennt fyrirbæri sem tilheyrir bemskunni ... Ef þetta
er niðurstaðan verður gripmáttur Odipusar konungs skáljanleg-
ur. Gríska goðsagan þrífst á ósjálfráðri hvöt sem allir bera
kennsl á vegna þess að vottur af henni býr í hverjum og einum.
Hver einasti áhorfandi var eitt sinn í draumórum sínum
Odipus í mótun. Þegar þessi uppfyllta ósk er leikin til enda í
raunvemleikanum verður það tdl þess að allir hrökklast undan
í hryllingi og bregðast þannig við afli þeirrar bælingar sem skil-
ur ástand frumbemskunnar frá núverandi ástandi.4
„Eg hef aðeins fengið eina hugmynd sem hefur almenna skírskotun. Eg
hef einnig fundið til ástar á móðurinni og afbrýðisemi í garð föðurins.“
3 Roy Schafer: „Narration in the Psychoanalytic Dialogue“ í On Narrative. Ritstj.
W.J.T. Mitchell. Chicago/London: The University of Chicago Press, 1981, s. 31.
4 Freud: Bréf til Wilhelms Fliess ffá 15. okt. 1897 í The Origins ofPsychoanalysis. Þýð.
E. Mosbacher ogj. Strachey. New York: Basic Books, 1945, s. 221-4.
137